fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fókus

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. maí 2020 12:48

Heyrir þetta sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æskilegt er að fólk hætti að takast í hendur til frambúðar ef marka má skoðanir sumra vísindamanna. Handabönd hafa að miklu leyti lagst af í kórónuveirufaraldrinum en lengi hefur það verið ósk margra vísindamann að þessi siður legðist af. Ástæðan er sú að hendur eru miklir sýklaberar.

Þetta kemur fram í grein á vefsíðu tímaritsins Lifandi vísindi. „Nú má hins vegar segja að Covid-19 hafi gert hlé á öllu þessu handaskaki og ýmsir vísindamenn binda vonir við að við munum leggja þennan leiða ávana af um aldur og ævi – og hvetja beinlínis til þess,“ segir í greininni.

Vitnað er til rannsóknar sem gerð var við Colorado-háskóla árið 2008 sem leiddi í ljós að örverumagn í lófum fólks er tæplega hundraðfalt meira en annars staðar á húðinni. Líklega skýring er sú að töluverður hluti fólks þvær ekki hendur eftir salernisferðir og allmargir sem skola hendur eftir salernisferðir nota ekki sápu.

Handaband sendir kórónuveitursmit áfram en veiran berst með dropasmiti. Einn stakur hósti eða hnerri sendir allt að 3.000 dropa úr nefi munni. Í dropunum geta borist tugþúsundir kórónuveiruagna sem geta lent á höndum eða á yfirborði þar sem agnirnar lifa áfram í einhvern tíma. Við handabandið berast agnirnar síðan áfram milli fólks.

Þetta ýtir undir þá skoðun að við ættum alfarið að hætta að heilsast með handabandi og notast við leiðir til að heilsast án snertingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 4 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu

Einn þekktasti fasteignasali landsins á lausu
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla