fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Fókus

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag

Auður Ösp
Mánudaginn 18. maí 2020 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Borgar­leikhúsið fjarlægði síga­rettu af kynningarefni fyrir söngleikinn Níu líf, sem byggir á lífi Bubba Morthens. Í því samhengi er áhugavert að skoða íslenskar auglýsingar frá síðustu öld. Auglýsingar sem myndu án efa vekja hörð viðbrögð ef þær kæmu fyrir sjónir almennings árið 2020.

„Mér þykir það leitt, ef þessi auglýsing ætlar að valda einhverjum úlfaþyt hér. Þetta er hluti af mínu starfi sem leikara, að koma fram í auglýsingum, og má eiginlega segja að það sé sú aukavinna sem mér býðst. Hér á landi vinna jú allir eins mikla aukavinnu og þeim stendur til boða,“ sagði Bessi Bjarnason leikari í samtali við Tímann í febrúar 1977.

Bessi olli miklu fjaðrafoki þegar hann kom fram í íslenskri auglýsingaherferð fyrir tóbak seint á áttunda áratugnum. Birtist hann þar kumpánlegur með sígarettu í annarri hendinni og sagðist hafa skipt yfir í nýja tegund, „bragðmiklu filtersígarettuna“.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar einn ástsælasti leikari þjóðarinnar auglýsti tóbak.

Áhugafólki um tóbaksvarnir var svo sannarlega ekki skemmt og þá voru Matthías Bjarnason heilbrigðismálaráðherra og Jón Ármann Héðinsson alþingismaður á meðal þeirra sem úthúðuðu auglýsingunni í blaðaviðtölum. „Það er átakanlegt fyrir þessa menn, sem að henni standa, að láta leiðast til þess og sérstök vonbrigði, að þekktur og virtur leikari skuli ánetjast gróðabralli á þennan hátt,“ sagði Jón Ármann meðal annars í viðtali við Tímann.

Bessi ræddi einnig við Dagblaðið Vísi um auglýsinguna og viðurkenndi að hann hefði aldrei tekið þátt í auglýsingunnni ef hann hefði vitað hversu hörð viðbrögðin yrðu.

„Og ég fer auðvitað ekki aftur í tóbaksauglýsingu, fyrst það virkar svona neikvætt. Ég kæri mig ekkert um að vera að auglýsa tóbak, ef það verður til þess að allir fara að reykja.“

Ósmekklegt að selja grunlausar, íslenskar konur

Fjölmargar íslenskar auglýsingar hafa verið umdeildar í gegnum árin.

Árið 1982 vakti auglýsing Flugleiða í sænskum fjölmiðlum mikla hneykslan meðal Íslendinga. Auglýsingin þótti niðrandi í garð íslenskra kvenna og var talin vafasöm landkynning. Þar mátti sjá þrjár íslenskar stúlkur klæddar í eina ullarpeysu og var augljóst að skilaboðunum var beint að einhleypum, sænskum karlmönnum í ferðahug.

Auglýsingin þótti níðrandi í garð íslenskra kvenna

Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar vel valdar auglýsingar sem birst hafa í íslenskum prentmiðlum síðustu áratugi en myndu líklega aldrei vera samþykktar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekki gera þessa sjö hluti ef þú vilt byrja daginn af krafti

Ekki gera þessa sjö hluti ef þú vilt byrja daginn af krafti