fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Fókus

Húsráð Björns Inga – kertaljós og klassísk tónlist

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 16. maí 2020 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, betur þekktur sem Björn Ingi hjá Viljanum, er stemningsmaður. Hann segir tónlist skipta sköpum og því sé gott ráð að nota hana þegar ráðist er í misspennandi verkefni.

„Heimilisverk eru nú ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér fremur en mörgum öðrum, en ég hef þó fundið að mismunandi tónlist getur gert gæfumuninn þegar sinna þarf nauðsynlegum verkefnum á heimilinu. Klassísk tónlist, einkum píanóverk, eru þannig kjörin til að skapa rólega stemningu og róa börnin og mig eftir annasaman dag en að sama skapi virkar vel fyrir mig að setja á hressandi tónlist þegar ganga þarf frá í eldhúsinu, brjóta saman þvott eða fá börnin með í sameiginlega tiltekt. Þá verður stemning sem yfirskyggir leiðindin yfir skylduverkum og allt verður einhvern veginn miklu auðveldara í framkvæmd. Þetta á líka við um matargerð. Þegar ég vil gera vel við mitt fólk í eldhúsinu vel ég að sinna eldamennskunni undir tónlist sem hæfir matseðlinum. Ítalskar aríur með pasta, latínó-tónlist með mexíkóskum mat og svo framvegis. Þetta virkar vel og framkallar rétta stemningu og kemur öllum í gott skap. Í skammdeginu er nauðsynlegt að kveikja á kertum til að fullkomna dæmið og draga úr lýsingu eins og kostur er. Það er fátt betra en kertaljós og lampar; ég er ekki maðurinn sem kveikir á öllum nálægum flúorljósum. Slíkt er gott á sjúkrahúsum, en passar síður á heimilum þar sem hlýja og notalegheit eiga að vera aðalsmerkið,“ segir Björn Ingi.

Fleiri skemmtileg húsráð má finna í nýútkomnu helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum
Fókus
Fyrir 5 dögum

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl

YouTube-stjarna ferðast um Ísland á húsbíl
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“
Fókus
Fyrir 1 viku

Eftirminnileg atvik í íslensku sjónvarpi – Öskrandi fyndið og óþægilegt

Eftirminnileg atvik í íslensku sjónvarpi – Öskrandi fyndið og óþægilegt
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“

Íslendingar á leið í sólina – „Alltaf ákveðinn hópur sem gefur ekkert eftir til að komast í góðann hita“