fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Fókus

Allt sem þú þarft að vita til að halda babyshower

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 16. maí 2020 20:30

Steypiboð njóta mikilla vinsælda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomubann út og steypiboð inn! Nú styttist í að bjóða megi í gott partí. Hér er farið yfir allt sem þú þarft að vita fyrir boðið

Babyshower, barnasturta eða steypiboð – hvað sem þið kjósið að kalla þessar sykruðu og lit ríku samkomur, þá eru þær vissulega skemmtilegar og kærkomin gleði fyrir oft ansi þreyttar konur. Nú eru án efa margar þrútnar og félagsþyrstar, óléttar konur að skríða undan sam komubanni. Hvernig væri að henda í eitt sykursjokkerað partí eftir að samkomubanni lýkur, fyrir góða vinkonu? Ég hef svo góðar konur í kring um mig að ég fékk slíkt leyni boð í bæði skiptin sem ég var ólétt og get með sanni sagt að þau glöddu mig ákaflega mikið. Sjálf hélt ég slíkt boð um daginn og þá kom í ljós að fæstum af gestunum hafði verið boðið í slíkt boð áður og ekki var vitneskjan um skipulagninguna mikil.

Hér koma því nokkrir punktar.

1 Boðið er háleynilegt!
Komist verðandi móðir að því að þetta standi til mun hún án efa reyna að skipta sér af og koma sér í stressandi hlutverk!

2 Útbúið gestalista
Gætið þess að vinkonur úr vinnu, æsku og kvenkyns fjölskyldumeðlimir séu á listanum. Gott er að fá maka og/eða systkini viðkomandi til að fara yfir listann og sjá hvort einhvern vantar. Oftast dugar að gera Facebook event og hringja í þá sem ekki eru á Facebook eins og ömmu. Auðvitað má bjóða karlmönnum en oftar en ekki eru þetta kvennahittingar þar sem konur deila sinni reynslu af styttingu legháls og tilfallandi pissi í sjónvarpssófann.

3 Staðsetning
Finnið einhvern í hópnum sem er til í að halda boðið en um leið þarf þetta að vera á heimili sem auðvelt er að plata viðkomandi á. Til dæmis þykjast vera að mæta í bröns eða sækja barn þangað.

4 Veitingar
Langauðveldast er að biðja alla um að koma með eitthvert smáræði. Sniðugt er að gera lista og biðja fólk að skrá hvað það ætlar að koma með svo ekki komi allir með það sama. Sjá dæmi um lista hér til hliðar. Veitingarnar eru yfirleitt í brönsstíl.

5 Gjöf
Hagstæðast og oft skemmtilegast er að allir sem vilja taka þátt í gjöf leggi til dæmis 2.500 krónur inn á ein hvern einn af gestunum sem sér um að kaupa gjöf. Þannig er hægt að safna dágóðri fjárhæð og kaupa eitt hvað veglegt. Gaman er að kaupa eitthvað handa bæði móður og barni. Hugmyndir að gjöfum má sjá hér til hliðar. Úr þeim potti má þá taka smá peninga til að kaupa skraut.

6 Skraut
Eftir góðan bæjarrúnt má með sanni segja að bestu kaupin séu líkl ega í Søstrene Grene, eða Systra greninu eins og eiginmaður vinkonu minnar kallar verslunina. Eins er gaman að lána á milli ef einhverjar vinkonur eiga skraut. Skrautið þarf ekki að vera mikið. Nokkrar blöðrur, skilti með kyni barnsins, skrautborðar til að hengja á veggi eða pappírsdúskar og fall egar servéttur. Ekki missa ykkur á Pinterest! Þar eru margar góðar hugmyndir en það er óþarfi að gera þetta að brúðkaupsveislu! Þá eru líka minni líkur á að fólk nenni að standa í þessu aftur. Þessi stund snýst jú um samveru, gleði – jú, og auðvitað gúmmulaði!

Einnig er skemmtileg hugmynd að hafa krukku á staðnum og dreifa miðum og biðja fólk að skrifa hugmyndir að barnanöfnum og stinga í krukkuna. Það er svo skemmtilegt að lesa oft ansi skrautlegar nafnahugmyndirnar sem koma upp úr krukkunni.

Hálsmen í stíl handa móður og barni eru sniðug hugmynd. Þessi eru frá Vera Design.

Gjafahugmyndir fyrir mömmuna
Gjafabréf í dekur, til dæmis nudd eða fótsnyrtingu
Kampavínsflaska
Bók
Náttsloppur / náttföt
Gjafabréf á veitingahús
Snyrtivörur / spa-pakki, svo sem krem, skrúbbur, maski, naglalakk eða eitthvað slíkt
Skartgripur – eins handa móður og barni

Fyrir barnið Spyrjið endilega maka/móður viðkomandi hvað vanti á heimilið.
Fatnaður
Gjafabréf í barnavöruverslun
Sæng (ef slíkt er ekki til)
Rúmföt
Kerrupoki
Tuskudýr með „white noise” hljóði

 

Barnableyjukökur gerðar úr taubleyjum og dóti eru skemmtilegar. Mynd/pinterest

Hugmyndir að veitingum • Brauð • Salöt • Pestó • Heitir réttir • Fersk ber • Melónusalat • Rjómaís • Ostar • Kaffi • Safi • Sódavatn • Mímósur • Vegleg kaka í fallegum pastellit • Aðrar kökur / gúmmulaði • Freyðivín til að skála í – það fæst æðislegt freyðandi te á Coocoo‘s Nest

Smjörkrem er alltaf vinsælt og kökupinnar í pastellitum. Hér er búið að hjúpa Oreo kökur og setja á prik.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Sigga Dögg fór í brasilískt vax í beinni

Sjáðu myndbandið: Sigga Dögg fór í brasilískt vax í beinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þáði drykk frá ókunnugum karlmanni – Svona var hún fimm mínútum seinna

Þáði drykk frá ókunnugum karlmanni – Svona var hún fimm mínútum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sefur hjá þremur konum sem vita ekki hver af annarri – „Ein er 38 ára, önnur á sextugsaldri og sú þriðja er 18 ára“

Sefur hjá þremur konum sem vita ekki hver af annarri – „Ein er 38 ára, önnur á sextugsaldri og sú þriðja er 18 ára“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadía og Lára stíga fram í fyrsta íslenska viðtalinu- „Ég eyddi 13 þúsund kalli í þessa drengi“

Nadía og Lára stíga fram í fyrsta íslenska viðtalinu- „Ég eyddi 13 þúsund kalli í þessa drengi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dónalegar rafskútur hafa tekið yfir miðborgina

Dónalegar rafskútur hafa tekið yfir miðborgina