fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Fókus

Sóttkvíar klippingar starfsmanna James Corden heppnuðust misvel

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. maí 2020 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn vinsæla kvöldþáttarins The Late Late Show með James Corden gáfu sjálfum sér sóttkvíar klippingar og deildu afrakstrinum með áhorfendum þáttarins. Hins vegar heppnuðust klippingarnar misvel, líkt og gjarnan gerist þegar klippingar eru framkvæmdar af öðrum en fagmönnum.

Sóttkvíar klippingar vinsælt myndaefni á netinu 

James Corden benti á í þættinum að nú væru myndskeið af svonefndum sóttkvíar klippingum að njóta mikilla vinsælda á Internetinu. Þar sem mörg lönd, þeirra á meðal Bandaríkinn, hafa sökum COVID-19 faraldursins gert hárgreiðslustofum skylt að hætta starfsemi sinni tímabundið sitja margir eftir með ýfða lubba og í örvæntingu grípa til eigin ráða, oft með hlægilegum útkomum.

„Sóttkvíar hár er orðið raunverulegt vandamál. […] þetta er raunverulegt vandamál, við skulum vera hreinskilin. Þú ert að horfa á manneskju byrja að líta út eins og geðsjúkling.  En fólk út um allt hefur byrjað að klippa sig sjálf, þrátt fyrir að hafa enga kunnáttu á því sviði,“ sagði James.  „Nú neyðast margir starfsmenn þáttarins  um ekkert annað að velja en að klippa sig sjálf og mér fannst rétt að deila því með ykkur í sjónvarpinu“

Starfsmennirnir komu ekki fram undir fullu nafni heldur fornafni og hér fyrir neðan má sjá afraksturinn (stundum bókstaflegan af-rakstur). Myndirnar af þeim fyrir klippinguna eru til vinstri en eftir myndirnar eru til hægri.

Evan 

Klippingin heppnaðist nokkuð vel hjá Evan virtist í fyrstu, svo kom á daginn að hann hafði verið að reyna ákveðinn stíl, ekki tekist það og afráðið að raka þá hárið allt af.

„Ég var að reyna að verða eins og Brad Pitt í Fury, með rökuðu hliðarnar en ég klúðraði því algjörlega. Svo ég ákvað að raka það allt af og verða eins og Pitt í Fight Club,“ sagði Evan.

Lexa 

Klippingin hjá Lexu virtist hafa heppnast ágætlega, og hrósaði James henni fyrir til að byrja með. Svo tók hann eftir styttunum hennar.“

„Ó núna þegar ég horfi aðeins lengur þá lítur þetta út eins og þú hafir verið klippt af þremur mismunandi manneskjum sem gátu ekki komið sér saman um í hvaða sídd hárið æti að vera,“ sagði James.

Lawrence

James Corden taldi Lawrence hafa heppnast best til. En hann skellti sér á hanakamb sem var nokkuð vel útfærður. James taldi þó að klippingin væri nokkuð ólík persónuleika Lawrence.

„Ég er að horfa á tvær mismunandi manneskjur, tvo bræður, þar sem annar þeirra fór í háskóla og stóð sig eins og hetja, enn hinn er bróðirinn sem þú veist ekki hvað kom fyrir“

Andrew 

James tók bakföll af hári þegar hann sá útkomuna hjá Andrew og taldi hann minna helst á einræðisherrann Kim Jong un. Andrew taldi sér hins vegar hafa tekist nokkuð vel til, sem James átti þó bágt með að trúa.  Hann tilkynnti þó Andrew: „Ef þetta er hinn nýji þú þá skulum við öll samþykkja það.“

 

 

 

 

 

Sjáðu myndskeiðið úr þættinum hér fyrir neðan: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nígerískur áhrifavaldur olli fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar kærustur

Nígerískur áhrifavaldur olli fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar kærustur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá eiginmanninum með yfirmanninum til að fá stöðuhækkun

Hélt framhjá eiginmanninum með yfirmanninum til að fá stöðuhækkun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Völli kafaði undir ísilagt yfirborðið á Hafravatni – Sjón er sögu ríkari

Völli kafaði undir ísilagt yfirborðið á Hafravatni – Sjón er sögu ríkari