fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Fókus

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Hálendi Íslands er himnaríki“

Auður Ösp
Mánudaginn 11. maí 2020 19:30

Guðrún Sóley hefur verið vegan í þrjú ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að ærast úr tilhlökkun fyrir þessu sumri. Elskaði náttúru og útivist fyrir, en Kófið gerði ekkert nema styrkja þá ást og færa hana á næsta stig,“ segir Guðrún Sóley Gestsdóttir dagskrárgerðakona hjá RÚV en hún veit ekkert betra en að vera á fjöllum og hyggst verja „sirka hverri einustu lausu stund þannig í sumar“ eins og hún orðar það.

„Veislan byrjar nú um helgina þegar ég fer á Sveinstind í Öræfajökli með góðum vinum. Síðan ætla ég að ganga um Torfajökulssvæðið í júlí með enn fleiri vinum undir stjórn fjalladrottningarinnar Önnu Rutar Kristjánsdóttur. Síðan mun ég stökkva í allar þær fjallgöngur sem bjóðast og þrautnýta fjöllin í grennd við Reykjavík eftir vinnu og um helgar. Þess á milli ætla ég síðan að liggja í bleyti í sundlaugum landsins, mun sem sagt eyða þessu sumri vel yfir og undir klórvatnsmáli. Já og borða ís og halda grillveislur!“

Guðrún Sóley er spennt fyrir að heimsækja Sveinstind ig Torfajökulssvæðið en þangað hefur hún aldrei komið áður. „Síðan þekki ég Hengilssvæðið lítið og mun kynnast því betur í hlaupi sem þar verður í byrjun júní. Svo langar mig á Jarlhettur og alls konar annað freistandi, ég er nokkurn veginn spennt fyrir öllum hlutum Íslands sem ég þekki ekki.“

Aðspurð um eftirlætis stað eða staði á Íslandi nefnir Guðrún Sóley hálendi Íslands, sem hún kallar „himnaríki sem allir ættu að kynnast.“

„Að slíta sig úr sambandi, fá náttúruna beint í æð og upplifa stórbrotnustu náttúru í heimi er eitthvað sem hleður hjartað út árið, eiginlega ævina. Ég mana til dæmis fólk til að nefna mér partý sem stenst Kverkfjöllum snúning, það er algjör standandi veisla. Það þarf líka ekki að fara í risagöngu eða langa ferð, það er nóg að mæta bara á staðinn og anda að sér loftinu. Leyfa umhverfinu að setjast í taugakerfið og finna hvernig sálin léttist og allt verður auðveldara.“

Í nýju DV er rætt við fleiri þekkta Íslendinga um plönin fyrir sumarleyfið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Biggi lögga í nýju hlutverki – „Hér er loksins komin alvöru stjörnuspá“

Biggi lögga í nýju hlutverki – „Hér er loksins komin alvöru stjörnuspá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 veitingastaðir sem Svala mælir með

5 veitingastaðir sem Svala mælir með
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellen tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum

Ellen tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt efnilegasta listafólk landsins á lausu – Högni og Snæfríður hætt saman

Eitt efnilegasta listafólk landsins á lausu – Högni og Snæfríður hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eliza Reid: Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki.

Eliza Reid: Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki.
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til