fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fókus

Krummi opnar sig um ástandið: „Fólk er farið að sjá hvað kapítalismi er hættulegur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 09:30

Krummi Björgvinsson. Ljósmyndari: Mummi Lú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson hefur verið áberandi innan íslensku tónlistarsenunnar síðastliðna tvo áratugi. Hann er oft kenndur við rokkhljómsveitina Mínus en hefur undanfarin ár samið tónlist undir eigin nafni. Nýjasta lag Krumma er eigin útgáfa af vinsæla dægurlaginu Vetrarsól. Þú getur hlustað á lagið á Spotify.

Við ræddum við Krumma um nýja lagið, hvað hann er að gera í samkomubanninu og hvernig ástandið leggst í hann.

Spurt og svarað

Hvað ertu að borða?

„Alls kyns dýraafurðalausan þægindamat ásamt mikið af ávöxtum,“ segir Krummi.

Hvað ertu að drekka?

„Mestmegnis vatn, eplasafa og bjór við gott tækifæri.“

Hvað ertu að horfa á?

„Ég er að glápa mikið á Westerns eða spagettí Vestrænum.“

Hvað ertu að hlusta á?

„Ég er að hlusta mikið á Dave Van Ronk, Futurebirds, Bob Dylan, Tom Petty & The Heartbreakers og Emmylou Harris.“

Hvernig leggst ástandið í þig?

„Dauðsföllin í kringum Covid-19 leggjast afskaplega illa í mig, eðlilega. En ég viðurkenni að þetta eigi eftir að gera heiminn að betri stað. Fólk er farið að sjá hvað kapítalismi er hættulegur og ég tala nú ekki um neysluvenjur mannskepnunnar. Það er svo mikilvægt að við stöndum saman,“ segir Krummi.

„Þetta ástand hefur auðvitað mikil áhrif á okkar litla veitingastað Veganæs en við vonumst til að geta opnað um leið og samkomubanninu verður aflétt. Ég hef nýtt tímann í að semja tónlist og texta. Ég er í miðjum klíðum við það að hljóðrita mína fyrstu sóló plötu. Það verður nú að segjast, sérstaklega þegar það kemur að tónlistarsköpun þá er þetta góður tími til þess.“

Ákvað að láta slag standa

Eins og fyrr segir er Krummi að gefa út nýtt lag, eigin útgáfu af dægurlaginu Vetrarsól.

„Stefnan var að gera nokkrar ábreiður af frægum íslenskum dægurlögum til að spila á tónleikum til að gleðja áhorfendur. Vetrarsól var með þeim fyrstu að fara á blað en ég var svolítið smeykur að tækla þetta mikilfenglega lag. Þegar Jón Gunnar Geirdal hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til að gera mína útgáfu af Vetrarsól eigin útgáfu ásamt minni hljómsveit. Ástæðan fyrir því er að Jón Gunnar er að framleiða nýja sjónvarpsþætti sem heita „Jarðarförin mín“ með Ladda í aðalhlutverki. Lagið Vetrarsól í upprunalegri útgáfu er þema lag sjónvarpsseríunnar. Þarna var alheimurinn að segja mér að láta slag standa,“ segir Krummi.

Þú getur hlustað á lagið á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi Pírata skartar nýju húðflúri

Borgarfulltrúi Pírata skartar nýju húðflúri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“
Fókus
Fyrir 1 viku

Lífsháski: Stórkostleg reynsla að frjósa næstum í hel

Lífsháski: Stórkostleg reynsla að frjósa næstum í hel