fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Fókus

Hundruð Íslendinga syngja til að reka COVID-19 í burtu

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 5. apríl 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir eru eflaust margir heima hjá sér að láta sér leiðast. Sumir eru þó ráðagóðir og finna sér eitthvað gagnlegt eða skemmtilegt að gera. Möguleikarnir eru margir, hægt er að púsla, lesa bók, horfa á góða kvikmynd eða Tiger King, hreyfa sig, vinna í einhverju sem hefði átt að vera löngu búið að gera, eða að grípa í hljóðfæri og syngja.

Síðastnefndi kosturinn virðist vera ansi vinsæll hjá meðlimum Facebook-hópsins: Syngjum veiruna í burtu, öllum frjálst að leggja sitt af mörkum. Í hópnum birtir fólk myndbönd af söng sínum í því skyni að fæla COVID-19 í burtu.

„Höfum gaman saman syngjum veiruna burtu hver með sínu nefi… Ég skora á þig að skella inn söngmyndbandi það þarf ekki að vera æft eða fullkomið bara hafa gaman…“

Á um það bil einni viku hefur hópurinn stækkað gríðarlega mikið, en hann telur nú hátt í tólf þúsund meðlimi, og svo eru myndböndin orðin hátt í 400.

Ungir sem aldnir, einir, margir, skiptir ekki máli, myndböndin eru allskonar. Margir leika undir á kassagítar, aðrir harmonikku og sumir nota einfaldlega símann til þess að vera með undirspil, á meðan aðrir sleppa því algjörlega. Þá má einnig sjá myndbönd af heilu fjölskyldunum syngja saman. Einhver þekkt andlit hafa látið sjá sig í hópnum, til dæmis hefur Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, birt myndband af sér syngja og spila á gítar.

Hópurinn er opinn öllum, og því má hver sem er setja myndband inn af sér syngja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur