fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Fókus

Mynd af litlu systur Sunnu notuð í leyfisleysi á bolum í Rússlandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 27. apríl 2020 12:32

Sunna Ben og myndin fræga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plötusnúðurinn og ljósmyndarinn Sunna Ben tók mynd af litlu systur sinni með blóðnasir árið 2012. Síðan þá hefur myndin farið um víðan völl á netinu. Myndin hefur meðal annars verið notuð í tannlæknaauglýsingar og sett á boli í Rússlandi.

Sunna vekur athygli á þessu á samfélagsmiðlum og gefur DV leyfi til að birta myndina. Fréttablaðið greindi einnig frá málinu.

„Ég birti þessa mynd af Kötu systur síðan 2012 vegna þess að myndin hefur farið um víðan völl à netinu án þess að við systur fáum nokkuð kredit fyrir,“ segir Sunna Ben.

„Kata gerði öfuga myndaleit og fann myndina út um ALLT á netinu – í hræðilega lélegum tannlæknaauglýsingum og á bolum í Rússlandi (ég bíð bara eftir mínum hluta af söluágróðanum) og besta leiðin mér datt í hug til þess að endureigna mér þessa hressu mynd er að birta hana og segja söguna af henni. Og svo birti ég með næstu mynd af filmunni, til þess að bæta við samhengi.“

Sunna segir að hún hafi þurft að rökræða við ókunnugan íslenskan karlmann í gær.

„Í [gær] rakst ég til dæmis á illa unna útgáfu af henni á Instagramminu hjá íslenskum manni. Ég bað hann strax um að taka hana niður, þetta væri mín mynd og hann trúði ekki að ég hefði tekið hana, afþví hún var svo víða á internetinu (við tóku nokkuð furðuleg samskipti, en hann hefur loks tekið myndina út).“

Í samtali við Fréttablaðið segir Sunna að systir hennar hafi reglulega fengið blóðnasir þegar hún var yngri. Það var ekkert stórmál og þess vegna er hún skælbrosandi á myndinni.

Sunna deildi myndinni fyrst á samfélagsmiðlinum Tumblr á sínum tíma.

„Eins og Tumblr hefur örugglega marga góða kosti sem miðill þá hefur hann einn afgerandi ókost, höfundarréttar er sjaldnast getið þar og jafnvel þegar það er gert þá eru myndir fljótar að týna hlekkjum og upplýsingum um myndhöfunda þegar þær komast á flug. Þetta þekki ég ágætlega af eigin skinni þar sem mynd eftir mig af Kötu systur með blóðnasir hefur lengi gengið um þar, án þess að ég fái nokkuð credit. Verst er að fólk er farið að vinna hana illa og nota hana í auglýsingar og söluvarning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konan mín er of kassalöguð“

„Konan mín er of kassalöguð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pírati opnar pólitískan sportbar

Pírati opnar pólitískan sportbar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illugi illur og sendi bréf – „Óendanlega sorglegt að horfa á þetta myndband ykkar“

Illugi illur og sendi bréf – „Óendanlega sorglegt að horfa á þetta myndband ykkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir