fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
Fókus

Hrósar Víði og Þórólfi fyrir jákvæða karlmennsku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 27. apríl 2020 10:30

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson heldur úti hinni vinsælu Instagram-síðu Karlmennskan. Markmið framtaksins er að uppræta „eitraða karlmennsku“ með reynslusögum karla.

Um tíu þúsund manns fylgja Karlmennskan á Instagram og hefur nýjasta færsla Þorsteins vakið mikla lukku. Í þeirri færslu hrósar hann Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni fyrir „karlmennsku“ sína.

„Þeir hafa báðir komið fram af mikilli einlægni og auðmýkt en ekki hroka og yfirlæti. Þeir hafa sýnt að karlar í valdastöðum, sem þeir eru, þurfa ekki að byggja hegðun sína eða styrkja stöðu sína á íhaldssömum karlmennskuhugmyndum. Þeir virðast sækja frekar í, það sem mætti kalla, jákvæða karlmennsku,“ segir Þorsteinn.

„Víðir hefur í tvígang (hið minnsta) talað um tilfinningar sínar og að hafa tárast. Eitthvað sem íhaldsamar karlmennskuhugmyndir hafa ekki leyft. Víðir hefur einnig beðist afsökunar á orðum sínum sem komu öðrum illa. Það er líka sjaldgæft og erum við mun vanari að karlar réttlæti orð sín, afsaki sig eða víki sér undan.“

Þorsteinn segir að Þórólfur sýni í verki að valdakarlar þurfi ekki að taka sig of alvarlega og megi sýna manneskjulegar hliðar.

„Þetta sýndi hann með því að koma fram í Vikunni með Gísla Marteini og ekki bara það, heldur syngja og spila á gítar. Auðmýktin og einlægnin birtist einnig hjá Þórólfi með þolinmæðinni sem hann sýnir spurningum fjölmiðlafólks,“ segir hann.

„Víðir og Þórólfur sýna gott fordæmi jákvæðrar karlmennsku sem ég tel ríma við andspyrnu síðustu ára gegn ráðandi íhaldsömum karlmennskuhugmyndum. Andspyrnu sem femínistar hafa veitt karllægum yfirburðum og andspyrnu sem birtist meðal annars í frásögnum karla af Twitter undir #karlmennskan. Takk Víðir og Þórólfur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flotta fólkið lét sig ekki vanta í opnunarpartý Bubblur og Beyglur

Flotta fólkið lét sig ekki vanta í opnunarpartý Bubblur og Beyglur
Fókus
Fyrir 6 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 1 viku

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“