fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tekjumissir hjá stórum hluta íslenskra áhrifavalda vegna kórónuveirunnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 19:32

Davíð Lúther. Mynd: Victor Richardson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Lúther Sigurðarson, eigandi og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir áhrifavaldamarkaðinn á Íslandi fara ört stækkandi. Íslenskir áhrifavaldar taka allt frá 50 til 200 þúsund krónur fyrir eina færslu. Margir áhrifavaldar glíma nú við tekjutap vegna kórónuveirunnar og þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum.

Stækkandi markaður

„Síðastliðin þrjú til fjögur ár hefur áhrifavaldamarkaðurinn rutt sér til rúms á Íslandi og stækkar bara ef eitthvað er. Áhrifavaldar hafa hækkað verð gríðarlega, sem er bara eðlilegt því sumir áhrifavaldar hafa náð miklum árangri. Þegar fyrirtæki finna fyrir því, þá náttúrlega hækkar verðið,“ segir Davíð Lúther.

„Svo eru áhrifavaldar sem hafa gert þetta kolvitlaust með því að kaupa fylgjendur fyrir nokkrum árum. Það var og er ómögulegt því þeir fá þetta í bakið, fyrirtæki hafa ekki aftur samband um mögulegt samstarf því fyrsta samstarfið virkaði ekki því það voru bara einhverjir útlendingar eða dauðir reikningar sem fylgja áhrifavaldinum.“

Aðspurður um hvort dýr merkjavara ýti undir vinsældir áhrifavalda á íslenskum markaði segir Davíð svo ekki vera að hans mati. Mikið hefur borið á að áhrifavaldar séu að taka myndir af sér með rándýr veski og í merkjafatnaði þar sem verðið hleypur á tugum og hundruðum þúsunda. Samkvæmt Davíð er slíkt ekki ávísun á að viðkomandi aukiverðgildi sitt sem áhrifavaldur.

Íslenski áhrifavaldamarkaðurinn á eftir

Davíð segir áhrifavaldinn koma betur út fjárhagslega sé hann í samstarfi við auglýsingastofu eða jafnvel með umboðsmenn þar sem alls
ekki allir hafi viðskipta- eða markaðsbakgrunn.

„Það er ekki fyrr en nýlega, kannski síðastliðna átján mánuði, sem auglýsingastofur og umboðsskrifstofur fóru að bakka upp áhrifavalda á meðan skandinavískir áhrifavaldar hafa unnið á þessum nótum um árabil. Samfélagsmiðlastjörnur eru kannski bara fólk sem varð óvænt vinsælt og er þá ekki tilbúið með handritið eða með ímyndina á hreinu. Áhrifavaldar hér eru að verða betri og betri í þessu.“

Davíð segir venjulegt verð hjá íslenskum áhrifavöldum fyrir eina færslu vera allt frá 50 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur en verðið hefur hækkað gífurlega síðastliðið ár. Það eru til dæmi um dýrari færslur og svo einnig lengra samstarf áhrifavalds með fyrirtækjum sem kostar þá meira.

„Þegar áhrifavaldur fer í samstarf með fyrirtæki til lengri tíma, segjum þrjá mánuði, er venjulega settur upp samningur með fjölda
færslna. Í dag eru áhrifavaldarnir sjálfir komnir með eigin launastrúktúr. Þeir hafa loksins fundið hann eftir að hafa byggt upp fylgjendur og lært hvað virkar og hvað virkar ekki síðustu tvö til þrjú ár.“

Tekjumissir vegna kórónuveirunnar

Aðspurður um stöðu íslenskra áhrifavalda vegna kórónuveirunnar segir Davíð marga glíma við tekjutap meðan aðrir komi vel út úr ástandinu.

„Það er klárlega tekjumissir hjá stórum hluta íslenskra áhrifavalda. En það er líka ákveðinn hluti þeirra sem hefur verið ansi klókur og náð svolítið að bjarga sér með því að vera í samstarfi með fyrirtækjum sem eru með netverslun,“ segir Davíð Lúther.

„Netverslanir hafa náttúrlega sprungið út síðastliðnar fimm vikur. Þeir áhrifavaldar sem eru í samstarfi með svoleiðis fyrirtækjum hafa
plumað sig mjög vel, eða bara haldið sér.“

Hann segir enn fremur að það hafi komið nokkur stór og skemmtileg tækifæri fyrir áhrifavalda í tengslum við breytt viðskiptaumhverfi.

Hann nefnir bingókvöld Ali á netinu. Skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Hjálmar Örn sér um að stýra því. „Ég held að fimmtán þúsund
einstaklingar hafi tekið þátt. Það er eins og heil þjóðhátí hafi mætt í bingó. Það eru svona tækifæri að poppa upp fyrir áhrifavalda og skemmtikrafta,“ segir Davíð Lúther.

Ekki duglegir að merkja

Davíð segir íslenska áhrifavalda ekki nægilega duglega að merkja færslur sínar ef um samstarf eða auglýsingu er að ræða.

„Áhrifavaldar á Íslandi eru yfirleitt að klikka á því og fara mjög óvarlega í þetta. Ég held að þetta eigi eftir að draga
dilk á eftir sér. Áhrifavaldar sem eru ekki með umboðsskrifstofu eða stofu á bak við sig eiga líklega eftir að lenda illa í því, ef þetta heldur svona áfram eins og þetta er hjá mörgum íslenskum áhrifavöldum,“ segir Davíð.

„Fyrir einu og hálfri ári gerði Neytendastofa smá rassíu og það skilaði sér í ákveðinn tíma, en eftir nokkra mánuði fóru áhrifavaldar að
gleyma sér aftur.“

Áhrifavaldar sem hafa fengið skammir frá Neytendastofu

Neytendastofa hefur eftirlit með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum, ásamt öðru, og tekur við ábendingum frá almenningi. Í nóvember í fyrra greindi Neytendastofa frá því að áhrifavaldarnir Sólrún Diego og Tinna Alavis hefðu brotið lög með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Neytendastofa birti tvær ákvarðanir í fyrra er varða duldar auglýsingar sem báðar voru tengdar bílaumboðinu Heklu. Í öðru tilvikinu var það áhrifavaldurinn og tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti sem auglýsti fyrir Heklu á sínum miðlum.

Árið 2018 voru áhrifavaldarnir Fanney Ingvarsdóttir og Svana Lovísa Kristjánsdóttir áminntir fyrir að dylja auglýsingar á myndavélum á
bloggsíðunni Trendnet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“