fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ester Ósk Liljan Óskarsdóttir lést í hræðilegu slysi þann 14. febrúar síðastliðinn, aðeins 38 ára gömul. Hún lætur eftir sig einn son, Arnar Óla, sem verður 15 ára á árinu.

Vinir og jafnaldrar Esterar Óskar hafa stofnað söfnunarreikning, ætlaðan syni Esterar; verður styrkurinn lagður inn á lokaðan framtíðarreikning á hans nafni, sem mun nýtast honum á lífsleiðinni eftir 18 ára aldur.

Stolt frænka. Ester Ósk með guðdóttur sinni, dóttur Vilborgar Helgu, henni Svanborgu Ósk Liljan.

Vilborg Helga Liljan, systir Esterar Óskar, ræddi stuttlega við DV. Hún minnist systur sinnar með söknuði og ást. Vilborg Helga og Ester Ósk voru ekki bara systur, þær voru bestu vinkonur og sálufélagar.

Við gefum Vilborg Helgu orðið:

„Ester Ósk Liljan var hinn helmingurinn minn, besta vinkona, sálufélagi og stóra systir. Hún var rosalega skemmtileg, stutt í hláturinn og mjög góðhjörtuð manneskja. Hún var með rosalega stórt hjarta og mátti ekkert aumt sjá án þess að stökkva til og hjálpa eða aðstoða fólk (hvað þá sína nánustu) og það allra fyrst af öllum. Ef eitthvað bjátaði á lagði hún allt til hliðar án þess að hugsa sig tvisvar um til þess að mæta til þeirra sem á þess þurftu að halda.

Ester Ósk skilur eftir sig einn son, hann Arnar Óla sem hún elskaði af öllu hjarta og vildi ekkert meira en að sjá hann vaxa og dafna á heilbrigðan hátt.

Hún var yndisleg allan hringinn og elskaði mest að vera með litlu frænkum sínum Heiðu Kristínu, Viktoríu Ósk og guðdóttir sinni Svanborgu Ósk Liljan. Það gjörsamlega skein hamingjan úr augum Esterar þegar hún var með stelpurnar sínar og tók hún frænku hlutverkinu mjög alvarlega, besta frænka í heimi. Hún elskaði að gera hluti með þeim og lék mjög mikið með þeim, var dugleg að virkja þær og elskaði að gleðja þær með gjöfum og fleira.

Eins og ég sagði hér að ofan var Ester mér allt, besta vinkona mín, systir og sálufélagi og tómleikatilfinningin er því mikil. Hún til dæmis gerði afmælið manns alltaf sérstakt með að baka fléttubrauðið sitt fræga og gera hennar vinsæla salat með, mér fannst aldrei sérstakt að eiga afmæli en hún gerði það einstaklega skemmtileg og sérstakt. Bakaði súkkulaðiköku með jarðarberjum og stóð sveitt yfir fléttubrauðinu sem allir elskuðu.

Ester Ósk var einstaklega góð sem barn og barnanna ljúfust, skemmtilegt eintak sem að passaði litlu systir sína einstaklega vel. Það sem einkenndi Ester mest er það hvað hún var ljúf, góð og með risastórt hjarta. Sá það besta í öllum án þess að dæma nokkra manneskju.“

Þeir sem vilja sýna samhug og leggja söfnuninni lið geta lagt frjáls framlög inn á eftirfarandi reikning á nafni Arnars Óla, sonar hennar

Reikningsupplýsingar: 0552-18-000236

Kennitala: 160805-3070

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi