fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Fókus

Íslenskir áhorfendur elska Ladda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. apríl 2020 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttaröðin Jarðarförin mín kom í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium á miðvikudaginn fyrir Páska. Þetta er ljúfsár þáttaröð þar sem Þórhallur Sigurðsson eða Laddi fer með aðalhlutverkið. Hann leikur dauðvona mann sem ákveður að bæta upp fyrir tapaðan tíma með því að halda sína eigin jarðarför og vera sjálfur viðstaddur.

„Það er alltaf ánægjulegt að sjá íslenskt leikið sjónvarpsefni fá góðar viðtökur og það segir okkur að áhorfendur eru þakklátir fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir Bryndís Þóra Þórðardóttir vörustjóri Sjónvarps Símans.

„Við höfum séð þetta áður með þáttaraðir á borð við Stellu Blómkvist og Venjulegt fólk þar sem við setjum alla þættina inn á sama tíma. Við erum að sjá met í spilunum hjá okkur en pantanir á Jarðarförina mína eru nú þegar komnar í 150.000 aðeins þessa fyrstu viku sem hún er inni í Sjónvarpi Símans Premium,“ bætir Bryndís við.

„Það gleður mig ótrúlega mikið að upplifa þennan gríðarlega áhuga á seríunni. Að sama skapi er ánægjulegt að geta gefið innilokuðum landanum hvíld frá ástandinu og leyfa fjölskyldum landsins að hlæja og gráta með Ladda. Fyrir mér er þetta hlutverkið sem þjóðin átti inni hjá honum og það er heldur betur að sýna sig,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en Jarðarförin mín er byggð á hans hugmynd.

„Ég er virkilega ánægður með móttökurnar og áhugann á seríunni hjá áskrifendum með Sjónvarp Símans Premium. Það er frábært að svona margir fái að sjá þessa hlið á Ladda, enda einn allra besti leikari landsins,“ segir Kristófer Dignus, leikstjóri seríunnar.

Engin þáttaröð hefur áður hlotið viðlíkar móttökur eins og Jarðarförin mín. Búast má við að enn fleiri munu gefa sér tíma til að horfa þegar líður á apríl en heimili með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium eru í dag 45.000. Þáttaröðin er einnig í sýnd í opinni dagskrá á sunnudagskvöldum kl. 20.00 í Sjónvarpi Símans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Svala Björgvins og Kristján fengu sér paratattú

Sjáðu myndina: Svala Björgvins og Kristján fengu sér paratattú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gæludýrin í Hvíta húsinu

Gæludýrin í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum forseti borgarstjórnar selur fallega íbúð á Vesturgötu

Fyrrum forseti borgarstjórnar selur fallega íbúð á Vesturgötu