fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ástrós Rut gengin út: „Þessi draumur af manni er svo sannarlega kominn til að vera“

Fókus
Mánudaginn 9. mars 2020 11:08

Davíð og Ástrós.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Rut Sigurðardóttir greinir frá því á Instagram að hún hefur fundið ástina að nýju. Fréttablaðið greinir frá. Ástrós missti eiginmann sinn, Bjarka Má Sigvaldsson, á síðasta ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein. Bjarki var aðeins 32 ára gamall og áttu þau Ástrós saman eina dóttur, hana Emmu Rut Bjarkardóttur.

„Eftir stærsta hjartasár lífs míns ákvað ég að standa upp, rétta úr mér og biðja Lífið um tvennt: Að fá annað tækifæri í hamingju og að fá að upplifa fjölskyldulífið sem mig hefur alltaf dreymt um. Aldrei hefði ég trúað því að svarið kæmi svona fljótt en þessi draumur af manni er svo sannarlega kominn til að vera. Stóri plúsinn er að það fylgir einn 7 ára prins sem ég dýrka og dái. Ég geng því inn í nýjan áratug mjög bjartsýn og blússandi hamingjusöm. Ég veit að Bjarki stendur með mér enda er hann í hjarta og huga mér alla daga og passar uppá okkur stelpurnar. Hann er feginn og þakklátur að við mæðgur erum ánægðar og í góðum höndum,“ segir Ástrós.

https://www.instagram.com/p/B9fOry_Al0E/

Ástrós og Bjarki áttu stóran stað í hjarta þjóðarinnar eftir að þau stigu fram í viðtali í Ísland í dag og opnuðu sig um baráttuna, lífið og framtíðina.

Nýi kærasti Ástrósar er gamall vinur hennar, Davíð Örn Hjartarson. Í samtali við Fréttablaðið segir Ástrós að Davíð sé með nákvæmlega sömu lífsgildi og hún.

Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“