fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

Hulda deildi mynd af rassinum sínum og viðbrögðin leyndu sér ekki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. mars 2020 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage framkvæmdi heldur áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlum. Hulda hefur lengi deilt matarmyndum og uppskriftum á Instagram en ákvað að bæta einu við myndirnar, rassinum sínum.

Um leið og Hulda deildi fyrstu matar- og rassamyndinni tók hún eftir því að áhugi fólks jókst gríðarlega. Fleiri líkuðu við myndina en venjulega, fleiri deildu henni og mun fleiri skoðuðu hana.

Sjá einnig: Hulda kraftlyftingakona Íslands skorar á glansmyndina: „Kröfurnar eru oft mjög óraunhæfar“

Hulda greindi frá niðurstöðum tilraunarinnar í Story á Instagram og svaraði spurningum DV um málið.

Viðbrögðin leyndu sér ekki

Hulda segir hugmyndina að tilrauninni hafa komið þegar hún ætlaði að deila mynd af snúðum og langt var liðið frá síðustu matarmynd.

„Þetta voru mjög óspennandi snúðar og allt í einu kom „buns of steal“ í hugann á mér og ég prófaði að taka eina rassamynd. Ég var bara að fíflast og fannst þetta ótrúlega fyndið,“ segir Hulda og bætir við að viðbrögðin leyndu sér ekki.

Hér að neðan má sjá muninn á „likes“, deilingum og virkni (e. engagement) á tveimur myndum. Ein myndin er venjuleg matarmynd, á hinni má sjá rass Huldu.
Rassamyndin náði til 2880 fleiri einstaklinga.

Rassamyndin náði til 2880 fleiri manns.

„Ég tók eftir því mjög fljótt að deilingarnar urðu frekar margar. En á sama tíma þá held ég að ég hafi misst vel af fylgjendum,“ segir Hulda og hlær.

Hulda segist þó hvorki fylgjast grannt með fylgjendatölum né að þær skipti hana einhverju máli. Heldur sé það félagsfræðilegur áhugi hennar á hegðun fólks sem var kveikjan að þessu.

„Ég hef bara svo gaman af þessu. Ég er mjög forvitin að eðlisfari og finnst forvitnilegt að sjá hvernig fólk hegðar sér. Og hvernig fólk það er sem vill fylgjast með manni og svona,“ segir hún.

Ekki spéhrædd

Rass er bara hver annar líkamshluti fyrir Huldu.

„Ég er alls ekki spéhrædd. Við erum öll með rass og mér finnst rassinn minn mjög venjulegur. Þetta gæti alveg eins verið handleggurinn minn. Ég er ekki týpan til að setja rassamynd til að vera kynþokkafull. Ég held að fólk sjái mig ekki sem kynveru. Ég einhvern veginn upplifi það mjög mikið,“ segir hún og hlær.

Nokkrar myndir

Síðan að Hulda deildi fyrstu matar- og rassamyndinni hefur hún endurtekið leikinn nokkrum sinnum. Ef gömlu matarmyndirnar og nýju matar- og rassamyndirnar eru bornar saman má sjá að þær síðarnefndu fá allt að 100-140 fleiri „likes“ en þær fyrrnefndu.

„Instagrammið mitt er aðallega fyrir sjálfa mig og mér finnst skemmtilegt að deila því og gaman ef fólk vill fylgjast með. Áður fyrr hafði ég aldrei reynt að fá meiri virkni á síðuna mína. Það var ekki fyrr en ég deildi fyrstu rassamyndinni að ég fór að hugsa hvernig ég gæti komið myndunum mínum meira á framfæri,“ segir Hulda.

Í desember í fyrra vakti Sólveig Bergsdóttir, afrekskona í fimleikum, mikla athygli þegar hún sagðist eiga erfiðara með að fá vörustyrki en áhrifavaldur á Íslandi.

Hulda er kraftlyftingakona og aðspurð hvort hún finni fyrir pressunni að vera virk á samfélagsmiðlum til að fá styrki frá fyrirtækjum segir hún:

„Ég væri til að vera manneskjan sem fær styrktaraðila. Ég er með einn styrktaraðila núna sem styrkir mig um vörur. Auðvitað þurfum við íþróttafólk að vinna í því að fá styrktaraðila og ég hef ekkert verið neitt rosalega virk í því. En þá einmitt skiptir máli að maður sé að gera eitthvað á samfélagsmiðlum því það er enginn að fara að gera neitt fyrir þig nema þú endurgeldur greiðann.“

Þú getur fylgst með Huldu á Instagram hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 1 viku

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir