fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Nýr hópur á Facebook slær í gegn – Ert þú „hjálplegur“ á Facebook?

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook getur verið frábær dægrastytting og hægt að finna þar stórkostlega sértæka hópa til þess að gerast meðlimur í til þess að stytta sér stundir. Chertrúarsöfnuðurinn komst til dæmis nýlega í fréttirnar en þar deilir fólk eingöngu orðabröndurum sem snúast um söngkonuna Cher.

Facebook býður einnig upp á sérstaka hópa þar sem hægt er að auglýsa notaða hluti til sölu eða gefins, staði þar sem fólk getur skiptst á ráðum varðandi plöntur og gæludýr og margt fleira. Samskipti inni á slíkum hópum geta verið með ýmsu móti, bæði afar hjálpleg en einnig alls ekki svo hjálpleg…

Einhver benti á að þetta var í þriðja eða fjórða skiptið sem sami aðili skrifaði inn á „Gefins kettir“ hópinn að hann/hún ætti ekki ketti. Kannski tilefni til þess að laga það vandamál?

Og stundum getur Facebook líka gert mann alveg gráhærðan. Nettröll eiga þar sjö dagana sæla og tjá sig með óviðeigandi athugasemdum. Þá virðist vera til töluvert af fólki sem tjáir sig óhindrað í kommentakerfum Facebookhópanna, að því er virðist, algerlega án þess að hafa lesið almennilega það sem það er að setja athugasemd við.

Elski vinur. Það er nú gott að vita að þú ert kominn með allt frá Heimkaupum. En það var bara alls ekki spurningin…

„Hjálplegustu“ kommentin, er stórskemmtilegur hópur þar sem meðlimir deila „hjálplegum“ athugasemdum sem þeir eða aðrir hafa fengið frá nettröllum, fyndnu fólki eða fólki sem hefir einfaldlega ekki haft fyrir því að lesa það sem það er að kommenta á.

Beðið var um ráð ÁN BRAUÐS… Og þú mælir með brauði?

Nýlega tjáði tónlistamaðurinn og myndasöguteiknarinn Lóa Hjálmtýsdóttir sig í Facebook-hópnum og segist vera sérleg áhugamanneskja um kommentakerfi fjölmiðla.

„…dýrka þegar fólk kemur með random pælingar eða minningar við fréttir. Sérstaklega fréttir um eitthvað ömurlegt og kommentið kemur út eins og viðkomandi hafi enga samkennd.“

 

Það er kannski hægt að nota hitann frá köttunum þínum til þess að vaska upp eða hita vatn í baðið?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn
Fyrir 1 viku

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina
Fókus
Fyrir 1 viku

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun
Fókus
Fyrir 1 viku

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 1 viku

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok