fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Fókus

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 29. mars 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil leynd hvíldi yfir tökum nýjustu kvikmyndar bandaríska leikstjórans Terrence Malick, en tökur fóru að stórum hluta fram hér á landi og á Ítalíu. Eftirvinnsluferli myndarinnar er enn í fullum gangi, þrátt fyrir faraldurinn sem nú geisar, en tökur fóru fram sumarið 2019. Afraksturinn ber heitið The Last Planet og fjallar um viðburðaríka ævi Jesú Krists.

Íslenska leikaranum Birni Thors bregður fyrir í myndinni í ótilgreindri rullu en helstu leikarar eru Sir Ben Kingsley, Joseph Fiennes, Aidan Turner, Douglas Booth og ungverski leikarinn Géza Röhrig, sem fer með burðarhlutverkið. Þar að auki fer Óskarsverðlaunahafinn Mark Rylance með hlutverk kölska, sem sýndur verður í fjórum mismunandi gervum.

The Last Planet er sögð taka djarfan og drungalegan vinkil á þekktar dæmisögur um Krist úr Biblíunni og verður myndin útfærð með ljóðrænum brag, líkt og fyrri verk leikstjórans. Á löngum ferli hefur Malick hlotið gífurlegt lof fyrir verk sín, hvað mest fyrir kvikmyndirnar Badlands, The Thin Red Line og The Tree of Life, sem skartaði meðal annarra leikurunum Brad Pitt og Sean Penn.

Ekki er enn vitað hvort framvinda COVID-19 hafi áhrif á útgáfu kvikmyndarinnar, en að öllu óbreyttu eru sýningar fyrirhugaðar næsta haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maðurinn minn er steinaldarmaður! […] Geta menn lært rómans?“

„Maðurinn minn er steinaldarmaður! […] Geta menn lært rómans?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bakarí Kristínar Báru brann til kaldra kola

Bakarí Kristínar Báru brann til kaldra kola
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum

Hríseyingar einstaklega heiðarlegir – Sjálfsafgreiðsluskúr með helstu nauðsynjum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík

Sakamál: Blóðbað á herstöðinni í Keflavík
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó