fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Stefán og Andrea giftu sig í miðjum heimsfaraldri: „Ég mæli með þessu ef ykkur leiðist“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 27. mars 2020 13:27

Nýgift Andrea og Stefán tilheyra bæði Leikhópnum Lottu. Ljósmynd: Ragnheiður Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikaraparið Stefán Benedikt Vilhelmsson og Andrea Ösp Karlsdóttir gengu í hjónaband á dögunum í óhefðbundinni athöfn, í skugga COVID-19. Parið tilheyrir Leikhópnum Lottu og hefur verið í sambandi í þrjú ár en þekkst í um tuttugu ár. Í samtali við DV segir Stefán að athöfnin hafi verið ótrúlega falleg, að vel hafi tekist til þótt nauðsynlegt hefði verið að breyta áætlunum töluvert vegna kórónuveirunnar.

Stefán segir hugmyndina að hjónavígslunni hafa komið upp þegar þau voru í Kína í fyrrahaust, ekki löngu áður en faraldurinn hófst.

Hjónakoss Andrea og Stefán svífa á skýi eftir vel heppnaða hjónavígslu. Ljósmynd: Ragnheiður Arnardóttir

„Við fengum hugmyndina fyrst um hvað okkur langaði til að gera. Það var ekkert hefðbundið bónorð, heldur var þetta sameiginleg ákvörðun,“ segir Stefán.

„Við ætluðum að vera komin út til Mexíkó á þessum tíma, í góða afslöppun, með millistopp í Bandaríkjunum. Við vorum líka búin að sérpanta hringa frá gullsmiðju. Þá lenti gullsmiðurinn í bölvuðum vandræðum, því sá sem steypir gullhringana fyrir hann var settur í sóttkví. Síðan var öllum flugferðum aflýst,“ bætir Stefán við, og því gekk það ekki þrautalaust að skipuleggja þennan stærsta dag í lífi margra.

Að sögn Stefáns var COVID-19 faraldurinn visst lán í óláni, enda fór athöfnin vel fram og varð að lítilli og notalegri athöfn, sem varð jafnvel einstakari og nánari fyrir vikið eftir breytt skipulag. Í upphaflega planinu ætluðu þau Stefán og Andrea ekki að ljóstra neinu upp um brúðkaupið fyrr en þau væru komin í þaulskipulagða brúðkaupsferð í Cancún í Mexíkó, en þar sem allt fór úr skorðum út af COVID-19 gengu turtildúfurnar í það heilaga hér heima á Íslandi. Þau opinberuðu hjónabandið á Facebook fyrir nokkrum dögum og tekur Stefán fram að enginn hafi vitað af þessu.

Hamingjusöm Andrea og Stefán ásamt dætrunum, Emblu og Iðunni. Ljósmynd: Ragnheiður Arnardóttir

„Það voru engir gestir viðstaddir, bara við og stelpurnar okkar. Við létum ekkert stoppa okkur, heldur náðum við að aðlaga okkur nýjum og breyttum aðstæðum. Mestu máli skipti hvað við vorum að gera, ekki hvernig. Ég mæli sterklega með þessu ef ykkur leiðist,“ segir Stefán hress um hjónavígsluna.

„Að lokinni vel heppnaðri athöfn skelltum við okkur svo með stelpurnar í brúðkaupsferð um allt Ísland á 30 mínútum með FlyOver Icleland en það bauð upp á enn frekari tilfinningasveiflur því við komu þangað þurfti að fresta „fluginu“ vegna tæknibilunar,“ segir Stefán, í skýjunum með ástina, lífið og tilveruna á tímum kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn
Fyrir 1 viku

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina
Fókus
Fyrir 1 viku

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun
Fókus
Fyrir 1 viku

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 1 viku

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok