fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Ásgeir Kolbeins sér eftir að hafa leyft karlmanni að reyna við sig

Fókus
Föstudaginn 27. mars 2020 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson er nýjasti gestur Egils Ploders í Burning Questions.

Þar svarar hann erfiðum og skemmtilegum spurningum, eins og hvað sé það heimskulegasta sem hann hefur gert. Ásgeir rifjar þá upp þegar karlmaður reyndi við hann og lét honum líða óþægilega.

„Ég held að það heimskulegasta sem ég hef gert var það, að leyfa leikaranum í Tekinn að reyna við mig,“ segir Ásgeir Kolbeins.

Árið 2007 var Auðunn Blöndal með þætti á Stöð 2 þar sem hann hrekkti þekkta Íslendinga. Í einum þættinum tók hann Ásgeir Kolbeins fyrir. Hann lét karlmann reyna við Ásgeir og vera mjög ágengan. Þú getur séð hrekkinn hér að neðan.

Atvikið situr enn í Ásgeiri og segir hann við Egil Ploder:

„Málið er það, ég veit ekki hversu lengi ég var að hrista þetta af mér […] Ég held þetta gildi bara almennt. Þú átt ekki að leyfa einhverjum að reyna við þig, sem þú vilt ekki að sé að reyna við þig,“ segir hann og heldur áfram.

„Ég er ekki að gera lítið úr því að hann þóttist vera hommi í þessu tilfelli. Þetta var bara óþægilegt og ég er bara kammó týpa og mig langaði að eyða þessu út sko og það gekk ekki og hann varð bara aggresífari. Auðvitað átti maður bara strax bara „vó“ en Auddi auðvitað vissi að maður væri svona kammó týpa, þannig það er líklegasta það heimskulegasta, og ég lærði af því.“

Austur

Ásgeir ræðir einnig um viðskiptalífið í þættinum og segir að stærsta eftirsjáin á ferlinum sé að hafa „selt Austur til rangra aðila.“

„[Þetta var] eitthvað sem maður sá ekki fyrir en þetta gerðist og ég sé eftir því þannig, en sumu er bara ekki hægt að stjórna.“

Horfðu á Burning Questions í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn

Linda þótti of lágvaxin fyrir Lögregluskólann en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Elon Musk og Grimes breyta nafni barnsins – Gæti verið furðulegra en X Æ A-12

Elon Musk og Grimes breyta nafni barnsins – Gæti verið furðulegra en X Æ A-12
Fókus
Fyrir 1 viku

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er