fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Stríðsástand í sportvöruverslunum: „Við teljum þetta bara í tonnatali sem fer hérna út“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 16. mars 2020 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðsástand er í sportvöruverslunum og keppast Íslendingar við að kaupa æfingabúnað til að nota heima. Æfingadýnur og teygjur seljast hratt upp og er varla hægt að finna ketilbjöllur og handlóð í vinsælustu þyngdunum á landinu í dag. Íslendingar vilja greinilega ekki láta samkomubannið stöðva árangur sinn í ræktinni og taka ræktina með sér heim.

DV ræddi við Sigurjón Erni hjá Sportvörum, sportvorur.is, og Gunnar hjá Hreysti, hreysti.is.

Allt sprakk á föstudaginn

Sigurjón Ernir segir að brjálæðið hafi byrjað í síðustu viku. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn síðastliðinn hafi pantanirnar aukist en á föstudaginn fóru þær upp úr öllu valdi. Á föstudaginn var tilkynnt um samkomubann sem tók gildi í dag.

„Það er aðallega verið að kaupa búnað til að gera æfingar heima fyrir. Mikið af ketilbjöllum, handlóðum, dýnum, teygjum og fleira í þeim dúr,“ segir Sigurjón.

Vinsælustu þyngdirnar í ketilbjöllum eru uppseldar í Sportvörum, Hreysti og fleiri sportverslunum.

„Við erum með varann á okkur. Sjálfur er ég ekki inn í verslun. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru mest heimavinnandi. Það er til að ef fólki í versluninni veikist þá getum við komið inn í staðinn,“ segir hann.

Hátt í hundrað netpantanir biðu þeirra í Sportvörum í morgun sem starfsfólk vinnur nú hörðum höndum við að afgreiða.

Sama staðan í Hreysti

Gunnar, starfsmaður hjá Hreysti, hafði sömu sögu að segja og Sigurjón Ernir:

„Við teljum þetta bara í tonnatali sem fer hérna út,“ segir hann.

„Það sem er vinsælast eru ketilbjöllur, handlóð og æfingateygjur. Í raun allt það sem fólk notar þegar það er heima að brasa.“

Aðspurður hvort það sé von á nýrri sendingu á ketilbjöllum segir hann að fyrirtækið sé búið að panta og vonast hann eftir sendingu í næstu viku. Ef ekki þarnæstu viku.

Æfingar án búnaðar

Sigurjón Ernir er sjálfur mikill íþróttamaður. Han kom heim frá Kanarí í síðustu viku eftir að hafa lokið 128 kílómetra hlaupi þar.

Sigurjón heldur úti Facebook-síðunni Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis og deildi nýlega færslu með fjórum heimaæfingum sem allir geta gert. Fólk þarf ekki að vera með jafn flotta aðstöðu eins og hann er með í bílskúrnum heima. Þetta eru tvær hlaupaæfingar og tvær styrktaræfingar sem þú getur skoðað í færslunni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart