fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

Þórhallur gleður fólk í sóttkví: „Hlýtur að vera hundleiðinlegt til lengdar að vera fastur heima“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 13. mars 2020 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Þórhallsson, uppistandari með meiru, auglýsti þjónustu sína á samfélagsmiðlum á dögunum og býðst til þess að vera með uppistand í gegnum veraldarvefinn, sérstaklega ætlað þeim sem eru í sóttkví. „Það eru allir uppistandarar búnir að lenda í því að uppistandi sé frestað og samkomur settar á ís,“ segir Þórhallur í samtali við DV.

„Það er um að gera að nýta tæknina og reyna að gleðja einhvern í gegnum tölvuskjáinn, hvort sem það er Skype eða FaceTime. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt til lengdar að vera fastur heima í sóttkví.“

Á undanförnum dögum hafa skemmtikraftar verið afbókaðir í hrönnum vegna þess að hætt hefur verið við ýmsa viðburði og skemmtanir. Á meðal þeirra sem hafa lent í slíku eru Margrét Erla Maack, Björk Jakobsdóttir, Svavar Knútur og Atli Viðar Þorsteinsson. Um er að ræða gríðarlegt tekjutap fyrir suma en Margrét Erla vakti athygli á mikilvægi þess að skipuleggjendur og skemmtikraftar næðu einhvers konar samkomulagi við skyndilega afbókun viðburða, til dæmis að borgað væri inn á laun skemmtikraftsins og hóað í hann þegar að COVID-19 faraldurinn væri afstaðinn. Í þræði Margrétar Erlu sagðist söngkonan Kristjana Stefánsdóttir hafa misst mánaðartekjur vegna faraldursins og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur tók í sama streng. Rithöfundurinn Gunnar Helgason blandaði sér einnig í umræðurnar og hrósaði HS Orku, sem greiddi laun eiginkonu hans, skemmtikraftsins Bjarkar Jakobsdóttur, að fullu vegna veislu sem átti að halda næstkomandi laugardag en var aflýst.

„Til hreinnar fyrirmyndar! Björk lofaði að vera til taks þegar kallið kæmi seinna,“ skrifaði Gunnar.

Erfiður tími Margrét Erla er vinsæll skemmtikraftur en nú hefur mörgum viðburðum verið aflýst vegna COVID-19. Mynd: DV/Hanna

Beðið eftir bókun

Þórhallur segist ekki enn vera kominn með uppistandspantanir gegnum netið, en hann bíður spenntur eftir vendingu í þeim málum.

„Það gæti verið pínu vandræðalegt að vera með uppistand fyrir einhvern einn á skjánum. Það er yfirleitt betra að hafa stærri áhorfendahóp,“ segir Þórhallur hress, en hann þiggur allar áskoranir.

Í lok nóvember á síðasta ári fór Þórhallur ásamt þeim Helga Steinari Gunnlaugssyni og Bjarna Baldvinssyni til Kína með það að markmiði að skemmta fólki. Ein af borgunum sem þremenningarnir heimsóttu var Wuhan þar sem samnefnd veira, sem nú skekur heimsbyggðina, er talin eiga upptök sín. Þórhallur fullyrðir að hann sé ekki smitaður, enn sem komið er, og að stemningin í Wuhan hafi verið þrælgóð.

„Þegar við vorum með sýninguna voru íbúar í Wuhan allavega enn í góðu skapi. Við vorum þarna bara korteri áður en veiran fór að breiðast út, liggur við. Ég hef oft talað um það hvað ég er kvíðinn og það fór að sjálfsögðu allt á flug í mínu kerfi þegar fréttirnar byrjuðu að berast af faraldrinum, en ég virðist hafa sloppið,“ segir Þórhallur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 1 viku

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir