fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Anna prófaði Tinder: „Loksins beit ein á agnið í fyrradag“

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af stefnumótaforritinu Tinder. Anna flutti til Tenerife síðasta haust og hefur verið dugleg að halda vinum og vandamönnum upplýstum um lífið á Facebook.

„Af tillitssemi við viðkomandi og þess að þetta er heilög Facebook-síða eru engar myndir birtar með þessari færslu,“ segir hún í nýrri færslu á Facebook.

„Þegar ég var emjandi yfir einmanaleika mínum síðastliðið haust við sambýliskonurnar mínar, tóku þær sig til og skráðu mig á stefnumótasíðuna Tinder. Ekki virtist mikið um samkynhneigðar konur á lausu hér í Paradís sem mér þykir furðulegt því hér er gott að vera og ég beið og ég beið,“ segir Anna.

Hún segir að í fyrradag hafi loksins ein bitið á agnið og sýnt henni áhuga. Það hafi hins vegar ekki gengið alveg þrautalaust fyrir sig því konan virtist lítið tala annað en spænsku. Konan vildi einnig tengjast á samskiptaforritinu WhatsApp og segir Anna það hafa kostað heilmikil vandræði að setja það rétt upp.

„Svo var allt klappað og klárt og hún sendi mynd af sér þar sem hún var á nærbuxum og brjóstahaldara. Ekki gat ég verið minni manneskja. Leitaði uppi fallegustu mynd sem til er af mér, mynd sem Ómar Óskarsson ljósmyndari tók fyrir Morgunblaðið þegar ég var að lesa upp úr passíusálmunum í Grafarvogskirkju á föstudaginn langa árið 2011. Á myndinni var ég með engilásjónu og allan heimsins heilagleika. Þessa mynd sendi ég dömunni. Síðan hefi ég ekkert frá henni heyrt.“

Eins og fyrr segir hefur Anna haldið dagbók um lífið á Tenerife. Hún hefur meðal annars tjáð sig um muninn á verðlagi á Spáni annars vegar og Íslandi hins vegar og hefur sagt hann mikinn.

Sjá einnig: Anna datt í það á Spáni: Féllust hendur þegar hún fékk reikninginn

Anna leigir tveggja svefnherbergja íbúð í stórri blokk rétt ofan við ströndina með útsýni yfir höfnina. Hún borgar rétt um þúsund evrur á mánuði, um 140 þúsund krónur fyrir íbúðina, en inni í þeim kostnaði er vatn, rafmagn og internet. Algengt verð á samskonar íbúðum miðsvæðis í Reykjavík er frá 220 og upp í 270 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar