fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Ung kona segir eldri karlmann hafa elt hana í World Class – Aðrar konur stíga fram – „Þefaði af dýnu sem ég var að nota“

Fókus
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona segir að eldri karlmaður hafi elt hana í World Class Laugum og fylgst náið með henni við æfingaiðkun sína. Hún greinir frá þessu Facebook-hópnum Beauty Tips, sem er með 35 þúsund meðlimi. Fleiri stúlkur hafa svipaða sögu að segja, en ekki endilega af sama manninum. DV hafði samband við Hafdísi Jónsdóttur, framkvæmdarstjóra Laugar Spa, til að spyrjast fyrir um málið. Hún segir að ef svona mál koma á borð þeirra séu þau litin alvarlegum augum.

„Eru einhverjar hér sem hafa lent í eldra manni í World Class Laugum að elta ykkur? Hann er örugglega 60+, var eiginlega bara í venjulegum hverdagsfötum, ekkert mjög hávaxinn og bara breiður í mittinu. Hann er ekki að gera neinar æfingar af viti og fylgist bara með manni æfa. Svo er hann eiginlega einungis að horfa á rassinn og klofið á manni. Það skipti engu máli hvert ég færði mig eða að hann sá mig taka eftir sér,“

segir konan og viðurkennir að hún hafi gert þau mistök að tilkynna ekki atvikið.

„Ég gerði þau mistök að tilkynna þetta ekki bara strax í móttökunni en hef heyrt af svipuðum atvikum frá öðrum af manni með sömu lýsingu. Er einhver hér sem hefur lent í sama dæmi, heyrt talað um svipað, veit hvort hægt sé að tilkynna svona lagað eða veit jafnvel hver hann er?“

Hún segir að hún hafi gefist upp á teygjusvæðinu þegar maðurinn færði sig sífellt nær henni og endaði alveg við hliðina á henni.

Þefaði af dýnunni

Fjöldi kvenna hafa skrifað við færsluna og sagt frá svipaðri reynslu af óviðeigandi karlmönnum í World Class.

„Nei en hef lent í því í Breiðholtinu. Var varla að æfa neitt, ráfaði bara um nálægt mér svo þegar ég fór að teygja færði hann einu dýnuna alveg frá hinum endanum á teygjusvæðinu og við hliðina á mér,“ segir ein kona.

Önnur kona hefur svipaða sögu að segja en hún segir að maðurinn hafi þefað af dýnunni hennar.

„Ég lenti í þessu fyrir nokkrum árum í Laugum. Ég var að lyfta og hann stóð uppi á teygjusvæðinu með speglunun og horfði á mig. Mér leið ekki vel svo ég færði mig. Sá svo að hann fór niður og þefaði af dýnu sem ég var að nota. Ég tilkynnti það ekki en hefði auðvitað átt að gera það svona eftir á að hyggja. Mér leið mjög illa með þetta,“ segir hún.

„Ég lenti í svona gaur í [World Class] Laugum. Hann var samt í íþróttafötum svo ég hélt að hann væri að æfa, en svo færði hann sig á milli tækja þegar ég færði mig. Sat þar og góndi eins og creep,“ segir önnur kona.

Raunveruleiki kvenna

Ein kona segir að það þurfi að opna sér líkamsrækt fyrir konur. Henni er þá bent á að slík stöð hafi verið starfrækt hér um tíma en hafi verið lokað vegna lélegrar aðsóknar.

„Það er reyndar galið að það þurfi eitthvað sér „excluding“ úrræði vegna þess að menn geta ekki hagað sér í kringum konur… glatað að þetta skuli vera raunveruleiki kvenna og að þið þurfið að díla við svona plágur,“ segir einn karlmaður í hópnum.

Margar konur hvetja hana til að tilkynna atvikið. „Getur tilkynnt í móttöku. Það er myndavélakerfi þarna sem er hægt að skoða,“ segir ein.

Alvarlegt mál

DV hafði samband við Hafdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Laugar Spa, sem segir sjaldgæft að kvartanir sem þessar berist fyrirtækinu.

„Við höfum ekki fengið neinar kvartanir um svona mál nýlega og sem betur fer mjög sjaldan. Ef við fáum kvartanir/ábendingar þá tökum við þær mjög alvarlega og förum yfir myndavélar í viðkomandi stöð og ef að kvartanir eru á rökum reistar þá lokum við korti viðkomandi,“ segir Hafdís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina