fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Ríkislögmaður selur hæðina á Ægisíðu – Stórbrotið útsýni | Myndir

Fókus
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, selur hæð sína í húsi við Ægisíðu 56 í Reykjavík. Um er að ræða rúmgóða og bjarta sex til sjö herbergja hæð auk bílskúrs og herbergis í kjallara. Íbúðin er verðsett á 115,5 milljónir.

Einar Karl er einnig að selja þriggja herbergja kjallaraíbúð í sama húsi.

Hæðin er rúmlega 210 fermetrar og er bílskúrinn 30,8 fermetrar. Anddyrið er rúmgott og bjart með innbyggðu fatahengi. Eldhúsið er með nýlegri innréttingu og innbyggðri uppþvottavél. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp og eru borðplöturnar úr granít.

Hjónaherbergið er með góðu skápaplássi og er parket á gólfi allra svefnherbergja. Útgengt er út á svalir úr hjónaherberginu og er útsýnið stórbrotið.

Þú getur lesið nánar um hæðina á fasteignavef Mbl.

Sjáðu myndirnar hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Í gær

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“