fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Íslenskur karlmaður hætti ekki að suða: „Ég ætla að láta þig sjá þegar ég fæ fullnægingu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný íslensk Instagram-síða sem gagnrýnir hegðun karlmanna á Tinder hefur litið dagsins ljós. Síðan Tinderlandið birtir skjáskot af samskiptum kynjanna og gagnrýnir hegðun, án þess að afhjúpa einstaklinganna.

„Við hrósum líka þegar það á við,“ segir í lýsingu síðunnar.

Klassísk saga

Tinderlandið birti „klassíska sögu úr Tinderlandinu“ sem er svo hljóðandi:

„Samþykki og óeðlilegur þrýstingur. Kona svæpar á mann og maður svæpar á konu. Kona segir hæ, nývöknuð á mánudagsmorgni. Maður svarar strax. Samtal hefst. Kona og maður eru búin að tala saman í 10 mínútur þegar maðurinn spyr hvort konan sé uppi í rúmi. Kona svarar að hún hafi verið að koma úr sturtu. Maður spyr hvort konan sé nakin.

Hefst þá klæminn hluti samtals. Konan er vel til í smá klæmið samtal að morgni dags, bara gaman að því. Maðurinn vill meira. Maðurinn vill myndir. Konan segir nei. Konan býður skrifaða fantasíu, en engar myndir, maður segir já.

Konan skrifar fantasíuna, maðurinn æsist upp. Því æstari sem maðurinn verður, þeim mun ákafari verður beiðnin um myndir.

Myndirnar með færslunni sýna raunveruleikann sem konur búa við. Allt samtalið er reynt að breyta samþykkinu sem fengið var í upphafi. Suðað og suðað.“

Síðan birtir Tinderlandið nokkur skjáskot af samskiptum þeirra sem má sjá hér að neðan. Maðurinn segir meðal annars: „Ég ætla að láta þig sjá þegar ég fæ fullnægingu“ og „mig langar svo að sjá á þér brjóstin svo ég get klárað mig.“

Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

https://www.instagram.com/p/B71Uyh6n8tB/

Mörk samþykkis

Tinderlandið birtir aðra sögu úr Tinderlandinu.

„Manni og konu líkar hvort við annað. Bæði svæpa hægri. Samtal hefst. Samtal gengur ágætlega, er mest um kynlíf og kynlífsathafnir. Kona er sátt. Samtal færist yfir á Messenger, heldur áfram þar. Meira rætt um kynlíf og kynlífsathafnir. Rætt að hittast þegar hann kemur í bæinn. Samskipti fjara út. Manni hættir að líka við konu, blokkar hana.

Næstu helgi er maður graður og þá þarf að pota í gat. Dúkkar aftur upp á Messenger hjá konu og vindur sér beint til verks. Myndirnar lýsa raunveruleika margra kvenna. Enn eru mörk samþykkis ekki virt.“

Svo má sjá skjáskot af samskiptum þeirra hér að neðan. Maðurinn biður konuna um að „ríða snöggt“ en hún segir að það gangi ekki upp. Maðurinn heldur áfram og biður um „5 mínútur.“

„Com on. Er bara að biðja um nokkrar mínútur. Þú hlýtur að leyfa það,“ segir hann. Konan segir þá nei.

„Er í Mjódd, renni bara við,“ segir hann þá og konan segir aftur nei.

Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

https://www.instagram.com/p/B8B2mOeJsuc/

Hvað segja lesendur um þessa hegðun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“