fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fókus

Kristján óskaði eftir pólskum smið en alls ekki íslenskum – Smiðir urðu æfir en Bartosz pakkaði þeim saman með einni setningu

Fókus
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær óskaði Kristján nokkur Guðmundsson eftir smið innan Facebook-hópsins Vinna með litlum fyrirvara. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann óskaði sérstaklega eftir pólskum smið en alls ekki íslenskum. Nánar tiltekið sagði hann: „Mig vantar smið, helst pólskan. ALLS EKKI íslenskan!“

Það kemur líklega fæstum á óvart að upp úr þessu spratt talsverð úlfúð. Íslenskum smiðir fannst þeir upplifa fordóma og jafnvel rasisma. „Vá þvílíkur rasisti,“ skrifar einn Íslendingur meðan annar kallar hann fávita. En nokkuð margir gera það einnig í þræðinum.

Kona nokkur sakar hann um að hata eigin þjóð: „Íslendingahatari, útlendingasleikja hlýtur að vera hlynntur að Katrín Jak flytji inn fullt af fólki og síðan rekið úr landi biddu hana um pólverja.hahaha furðulegt“

Einn maður, Jón nokkur, er þó málefnalegri og skrifar: „Af hverju pólskan smið? Ég hvet þig að ráða smið sem er með sveinspróf.“

Þessu svarar Bartosz nokkur og fær sú athugasemd vel ríflega hundrað læk. „Having a driving licence doesnt make you a good driver,“ segir hann og blikkar kerskinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Í gær

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin

Tíu vinsælustu TikTok myndböndin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“