Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Fókus

Íslenskar mæður vara við nýrri teiknimynd: „Hann var í sjokki eftir þetta“ – „Þvílíkir fitufordómar, klám og ofbeldi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndin Köflótta Ninjan er nýkomin í kvikmyndahús. Aldurstakmark inn á myndina er níu ára og er hún meðal annars sýnd í Smárabíó. Myndin er dönsk og hefur unnið til danskra kvikmyndaverðlauna, meðal annars fyrir að vera besta barna- og unglingamynd 2019.

Nú er búið að þýða myndina og geta íslensk ungmenni fengið að berja Köflóttu Ninjuna og hennar ævintýri augum.

Hins vegar er fólk ekki á sama máli um hvort myndin sé viðeigandi fyrir níu ára börn. Mæður vara við myndinni og heyrði DV í markaðsstjóra Senu um málið.

Myndin er um Axel, tólf ára pilt sem á þrettánda afmælisdegi sínum fær forláta ninjabrúðu í gjöf frá frænda sínum sem keypti hana í Taílandi. Brúðunni fylgja ekki bara áhugaverðir aukahlutir heldur reynist hún einnig andsetin japanska samúræjanum Taiko Nakamura sem lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er. Ástæðan fyrir því að Taiko er í brúðunni er sú að hann unir sér ekki hvíldar fyrr en búið er að koma lögum yfir illmenni eitt, Finn Engilberts, sem hefur hrottalegt morð á samviskunni.

Kona nokkur vekur athygli á myndinni  og varar við henni inn í Facebook-hópnum Góða Systir.

„Vildi bara vara við myndinni Köflóttu Ninjunni ef einhver hér er með börn og ætlar á hana […] Köflótta Ninjan byrjar á því að barn er barið til dauða með priki. Ég myndi ekki fara með börn yngri en 12 ára á hana miðað við það sem ég hef heyrt um hana og lesið […] Ef einhverjar ykkar vita að börnin ykkar eru viðkvæm fyrir að horfa á hrottalegt ofbeldi þá er best að sleppa þessari mynd,“ segir hún.

Færslan hefur vakið athygli síðastliðna klukkutíma og skrifar meðal annars Erna Kristín, betur þekkt sem Ernuland, við færsluna.

„Úff sá [stikluna] og þvílíku fitufordómarnir, klám og ofbeldi. Minn er aðeins fimm ára en ef ég ætti níu ára þá fengi það barn ekki heldur að fara!! Ætti að vera amk 13/16+!!“

Sagði hún og bætti við: „Ókei ekki beint klám. En það er klámblað og sagt að það sé klístrað, semsagt eftir heimilisföðurinn.“

Ernuland tjáði sig frekar um málið í Instagram Story. Þar endurtók hún sig og sagði að það væri mjög mikið um fitufordóma og ofbeldi í myndinni. Hún sagði myndina einnig gera lítið úr #MeToo-byltingunni.

„Mér finnst eins og kvikmyndahús ættu annað hvort að taka myndina úr umferð eða hækka aldurstakmarkið til 16 ára,“ segir hún.

Fleiri konur tóku undir með málshefjanda færslunnar inn í Góða systir. „Pabbi minn fór með syni mínum á þessa mynd og hann var í sjokki eftir þetta, þvílíka ógeðið sagði hann. Vara algerlega við þessari, hún ætti að vera bönnuð innan 16 ára að mínu mati. Á ekkert skylt við barnaskemmtun.“

DV heyrði í Lilju Ósk Diðriksdóttur, markaðsstjóra Senu.

Lilja Ósk sagði að Sena styðjist við hollenskt kerfi til að ákvarða aldurstakmark kvikmynda. Hún sagði að Senu hafi ekki borist neinar kvartanir en þau séu meðvituð um þráðinn inn á Góða systir. Að sögn Lilju mun Sena taka málið fyrir og skoða hvort það þurfi að hækka aldurstakmarkið á Köflóttu Ninjuna.

Hvað segja lesendur, ætti að hækka aldurstakmark myndarinnar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar um sprengilægðina: „Það skelfur allt, ég held að þakið eigi eftir að rifna af“

Íslendingar um sprengilægðina: „Það skelfur allt, ég held að þakið eigi eftir að rifna af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Háðsádeila Geirs um líkkistur slær í gegn – Eigum við að jarða gamla fólkið í þessu frá Kína?

Háðsádeila Geirs um líkkistur slær í gegn – Eigum við að jarða gamla fólkið í þessu frá Kína?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Black Pumas og Metronomy prýða Airwaves í ár

Black Pumas og Metronomy prýða Airwaves í ár