Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Fókus

Kalli West setti Apple-úr í blandara og gerði allt brjálað – „Mér fannst fyndið að stuða liðið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl West, eða Kalli West eins og hann kallar sig á samfélagsmiðlum, gerði allt brjálað nýverið þegar hann deildi myndbandi af sér setja Apple-úr í blandara.

Kalli deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum TikTok og vakti það strax mikla athygli.

„Ég fann þetta Apple-úr úti, ég á ekki hleðslutæki. Ég er með samsung. Þetta er svona rose gold eitthvað. Ég ætla að sjá hvað gerist þegar ég set það í blandarann því ég get ekkert notað þetta,“ segir hann í myndbandinu.

Hann setur síðan úrið í blandarann og hakkar það í spað. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Fjölmargir hafa skrifað við myndbandið og sagðist meðal annars einn netverji hafa hringt á lögregluna. Annar aðili bendir á að Kalli hefði getað selt úrið eða gefið einhverjum það. Það hafa rúmlega 18 þúsund manns horft á myndbandið.

DV heyrði í Kalla til að spyrjast út í myndbandið. Kalli hefur gaman af aðstæðunum og segir kommentakerfið á TikTok vera „eitraðra en Chernobyl.“

„Bara gaman að gera myndbönd og prufa þetta TikTok. Sum myndbönd stuða fólk. Það eru mjög margir ungir þarna inni. Ég held að maður sé í eldri kantinum, 35 ára þarna inni,“ segir Kalli.

„Ég hef undanfarin þrjú ár verið daglega inn á Snapchat og með fullt af fylgjendum þar. Tel mig frekar vera Snappara en TikTok-ara,“ segir hann og hlær.

View this post on Instagram

Gleðileg jól ☃️

A post shared by 🇮🇸 K A R L W E S T 🇮🇸 (@kalliwest) on

Þrátt fyrir það segist Kalla ganga vel á miðlinum. „Á rétt 28 dögum er ég komin með yfir milljón áhorf sem er slatti finnst mér á þessu TikTok,“ segir hann.

„Finnst frekar fyndið hvernig þetta TikTok virkar. Þú þarft ekki að vera með milljón fylgjendur til að fá milljón áhorf. Þú getur hitt á eitthvað myndband sem fer „viral“ þó svo að þú sért aðeins með 100 fylgjendur,“ segir hann.

Síðan afhjúpar Kalli að umdeilda myndbandið sé ekki alvöru.

„Mér fannst fyndið að stuða liðið. Ég tætti ekki úrið niður, þetta var sjónbrella hjá mér. Ég á úrið ennþá,“ segir hann og hlær.

Kalli og úrið fræga.

Tekur ekki lífinu alvarlega

Kalli vinnur sem bifvélavirki á daginn og er að gera upp íbúð og hús sem hann á í frístundum sínum. Hann heldur einnig úti hlaðvarpsþættinum Góða Fólkið með tveimur vinum sínum sem er hægt að hlusta á Spotify og Apple Podcast. Kalli segist ekki taka lífinu alvarlega og að fylgjendur hans fái innsýn í „daglegt líf vitleysings.“

Það er hægt að fylgjast með Kalla West á Snapchat og Instagram, og auðvitað TikTok undir @KalliWest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslendingar um sprengilægðina: „Það skelfur allt, ég held að þakið eigi eftir að rifna af“

Íslendingar um sprengilægðina: „Það skelfur allt, ég held að þakið eigi eftir að rifna af“