fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hildur vann BAFTA-verðlaun: Spámenn enn bjartsýnni á Óskarssigur hennar

Fókus
Mánudaginn 3. febrúar 2020 09:30

Hildur Guðnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er orðinn BAFTA-sigurvegari. Verðlaunin voru afhent í gærkvöldi og vann hún fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, en fyrr á árinu hafði hún fengið Gold­en Globe-verðlaun­in og fara Óskarsverðlaunin fram næstkomandi sunnudag.

BAFTA (eða Breska Kvikmynda og Sjónvarpsþátta-akademían) er góðgerðarstofnun í Bretlandi sem heldur árlega verðlaunahátíð sem veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum.

Fjölmargir hafa óskað Hildi til hamingju með verðlaunin á samfélagsmiðlum, Íslendingar sem fleiri. Hild­ur hef­ur átt sérlega öflugt skeið síðustu misseri en hún hlaut einnig bæði Grammy-verðlaun­in og Emmy-verðlaun­in fyr­ir tónlist sína í sjón­varpsþátt­un­um Cherno­byl, sem áhorfendur og gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir. Breski kvikmyndagagnrýnandinn Mark Kermode, einn sá virtasti í bransanum, sagði tónlist Hildar úr Joker vera það allra besta sem tilheyrði kvikmynd á árinu liðnu þegar það var gert upp.

„Ég held að flestir sem veðja á Óskarinn eru sammála því að Hildur Guðnadóttir sé stærsta uppáhaldið á komandi verðlaunahátíð fyrir tónlistina í Joker, sem er alveg stórkostleg. Þetta er mín allra uppáhalds kvikmyndatónlist frá síðasta ári,“ segir Kermode í samtali við Scala Radio. „Mér finnst þessi tónlist eiga skilið að vinna verðlaunin og ég tel afar líklegt að hún muni gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“