fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ástþór selur slotið – Friðarmusterið falt fyrir 140 milljónir – Sjáið myndirnar

Fókus
Föstudaginn 28. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon hefur sett rúmlega 440 fermetra eign sína við Vogasel í Breiðholti á sölu og er ásett verð 142 milljónir króna. Það er Alþjóðastofnunin Friður 2000, sem Ástþór stofnaði sjálfur í lok seinustu aldar, sem er skráð eigandi hússins, sem skiptist í tvær íbúðir, önnur um 170 fermetrar en hin um 270 fermetrar.

Bjart rými.

Tíu herbergi eru í húsinu sem var byggt árið 1978, á gullaldartímabili uppbyggingar í þessum hluta Reykjavíkur.

Ástþór Magnússon.

Ljóst er að húsið er með mikla sögu og hefur til að mynda hýst Reykjavík Peace Center og Lýðræðishreyfinguna. Í dag er rekið gistihús í eigninni í hjarta Breiðholts.

Skemmtilegir bitar í loftinu.

Ástþór breiddi út hugmyndafræði Friðar 2000 í fyrsta forsetaframboðinu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili. Ástþór bauð sig fjórum sinnum aftur fram til forseta; 2000, 2004, 2012 og 2016. Hélt hann þeirri hugsjón sinni ávallt á lofti að Ísland yrði heimsmiðstöð lýðræðisþróunar og friðarmála. Sá hann einnig fyrir sér að á Íslandi yrði stjórnstöð alþjóðlegrar friðargæslu.

Húsið við Vogasel er tignarlegt.

Ástþór sjálfur hefur ekki búið í húsinu um nokkurt skeið. Hann er skráður til heimilis í Bretlandi og hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu misseri.

Rúmgott eldhús.
Huggulegt á pallinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki