fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fókus

Íslensk kona missti 12 ára dóttur sína inn í heim fíkniefna – Leiðin til bata

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofdrykkja og fíkniefnaneysla bitna á fleirum en þeim sem eru í neyslunni. Ung kona, sem sjálf er ekki fíkill, hefur þurft að líða mikið vegna neyslu sinna nánustu. Hún sá á eftir 12 ára dóttur sinni inn í heim fíkniefna. Þá gekk mikið á en dóttirin náði sem betur fer bata. Hluti af því ferli var að neita dótturinni um að koma heim, hreinlega loka heimilinu fyrir henni. Þá þurfti konan og maður hennar að taka ákvörðun um að senda dótturina til yndislegra hjóna á landsbyggðinni.

Saga þessarar konu er ein margra sem sagðar eru í hlaðvarpinu Leiðin til bata. Með því að smella hér má hlýða á sögu hennar. Á Facebook-síðunni Leiðin til bata er síðan að finna yfirlit yfir alla þættina.

„Við skiptumst til dæmis oft á því að vaka yfir henni því við gátum aldrei sett hana úr augsýn hvorki utan dyra né innan. Hún var með miklar sjálfsvígshugsanir og það er bara hræðilegt að horfa upp á barnið sitt á þeim stað að hún vilji ekki lifa lengur,“ segir konan enn fremur um þennan erfiða tíma þegar hún barðist við að ná dóttur sinni úr klóm fíknarinnar.

Í þessum þætti er sjónum beint að starfsemi Al-Anon samtakanna sem hafa verið þessari konu mjög mikilvæg. Eiginmaður konunnar er alkóhólisti í bata en hún segir þetta um þeirra fyrstu kynni:

„Þegar ég kynnist svo manninum mínum sem ég er búinn  að vera gift í núna 20 ár þá í raun hringir hver einasta viðvörunarbjalla í hausnum á mér og segir að þetta sé alls ekki gott skref fyrir mig enda hann mjög virkur á þeim tíma sem við erum að kynnast. Ég gaf mér þó það að hann hafi bara átt erfitt uppeldi og væri jafnvel bara illa upp alinn. Ég sjálf ætlaði og ég hélt í alvöru að ég gæti komið honum til hjálpar. Ég var samt líklega mest vanhæfasta manneskjan til þess á þeim tíma.“

Konan er alin upp í alkóhólísku umhverfi og segir meðal annars um það:

„Ég sem ungt barn  er yfirleitt mjög hrædd og óttaslegin en ég vissi bara ekki að lífið gæti verið öðruvísi því ég er fædd inn í þetta mynstur. Ég hélt bara að lífið ætti að vera svona, þetta væri bara eðlilegt. Það gat haft mjög  alvarlegar afleiðingar fyrir mig að viðurkenna mistök fyrir þeim og ég hefði í alvöru frekar framið morð en að viðurkenna mistök. Það hefði verið auðveldari leiðin oftast.“

Konan á Al-Anon samtökunum mikið að þakka fyrir að hún og fjölskylda hennar lifa núna góðu lífi án vímuefna og með heilbrigðari samskiptum en áður:

„Vinna hans í AA og sú hjálp sem ég var búin að fá í Al-Anon  færðu okkur öll þau vopn sem við þurftum að hafa í þessarri baráttu. Það sem hjálpaði okkur einnig mikið var að við vorum búin að vera í hjónabandsráðgjöf og það var ákveðið að sama hvað gengi á þá væri skilnaður ekki í boði. Það mætti ræða hann eftir á en á meðan þetta gengi yfir væri það ekki í boði.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr hópur á Facebook slær í gegn – Ert þú „hjálplegur“ á Facebook?

Nýr hópur á Facebook slær í gegn – Ert þú „hjálplegur“ á Facebook?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrund um ástandið vegna kórónuveirunnar: „Það gefur ykkur smá innsýn í líf öryrkja“

Hrund um ástandið vegna kórónuveirunnar: „Það gefur ykkur smá innsýn í líf öryrkja“
Fókus
Fyrir 5 dögum

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 1 viku

Bein útsending – Partí á Dillon með Einari Ágústi

Bein útsending – Partí á Dillon með Einari Ágústi
Fókus
Fyrir 1 viku

Gefur íslenskum karlmönnum falleinkunn – Gjaldþrot, rúnturinn, afsláttamiðar á Subway og ofbeldisfull fyrrverandi kærasta

Gefur íslenskum karlmönnum falleinkunn – Gjaldþrot, rúnturinn, afsláttamiðar á Subway og ofbeldisfull fyrrverandi kærasta