fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

„Áhrifavaldar eru mjög ofmetnir“: Gerði tilraun með rassinum – Margir féllu í gildruna

Fókus
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Ritson er einn helsti sérfræðingur á sviði markaðssetningar í dag. Í viðtali við ViðskiptaMoggann segir hann að samfélagsmiðlar og áhrifavaldar séu ofmetnir þegar kemur að markaðssetningu. Til að kanna þetta frekar gerði hann áhugaverða tilraun með áhrifavaldamarkaðssetningu og notaði rassinn á sér.

Mark valdi þrjátíu áhrifavalda sem sögðust vera með 10-100 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hann bað þá um að auglýsa vöru á Instagram. Varan var mynd af rassinum hans. Átján áhrifavaldar svöruðu beiðninni og af þeim tóku tíu tilboðinu.

Í ViðskiptaMogganum kemur fram að Mark hafi framkvæmt tilraunina til að fá tilfinningu fyrir því af hvort áhrifavaldarnir vönduðu valið þegar kæmi að velja hvaða vörur þeir myndu auglýsa, og hversu vel það ætti við fylgjendahóp þeirra. Mark var forvitinn um hvort áhrifavaldarnir myndu bara birta hvað sem er gegn greiðslu og þess vegna lét hann vöruna vera mynd af rassinum sínum. Hann bað áhrifavaldana um að birta rassamyndina og skrifa hrós með myndinni.

Eins og fyrr segir féllu tíu áhrifavaldar í gildruna og birtu afturenda Mark á Instagram. Hann telur það sýna að á samfélagsmiðlum séu aðilar sem birta hvað sem er fyrir peninga og það veldur því að miðillinn sé hvorki áreiðanlegur né trúverðugur fyrir markaðssetningu.

„Áhrifavaldar eru mjög ofmetnir. Málið er að þeir segjast gjarnan vera með svo og svo marga fylgjendur, en svo eru kannski bara 30 prósent sem sjá efnið frá þeim, svo maður tali nú ekki um vélmennin (e. bots) sem eru ansi fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum,“ segir Mark við ViðskiptaMoggann.

Mark ráðleggur að stunda langtímamarkaðssetningu í öllum miðlum í bland, og um allt land. „Það skilar árangri til lengri tíma. Svo ítreka ég aftur og aftur að strategía er gríðarlega mikilvæg“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki