fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fókus

Betra líf án Bakkusar: „Minn stærsti ótti var að missa stjórn á sjálfri mér”

Fókus
Mánudaginn 24. febrúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri velja sér vímuefnalausan lífsstíl. DV tók saman nokkur dæmi um þekkt einstaklinga sem eru sammála um að lífið sé skemmtilegra án Bakkusar.

Reykjavíkurdóttirin Þórdís Björk Þorfinnsdóttir segir það hjálpa henni mikið að sleppa áfengi enda virki það eins og eitur á fólk sem þjáist af kvíða, auk þess sem áhrif þess á röddina séu afar slæm.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir segir það sitt mesta gæfuspor að hætta að drekka áfengi en ákvörðunina tók hún eftir mikla sjálfskoðun í leiklistarskólanum.

Arnmundur Ernst Backman hætti að drekka eftir útskrift frá leiklistarskólanum og segir það hafa verið nauðsynlegt skref enda hafi hann stefnt á hættulega braut.

Hjónin María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir hættu báðar að drekka í kjölfar þess að Ingileif greindist með flogaveiki á síðasta ári. Hún segist hafa verið örlítið þvinguð til að færa líf sitt yfir á annað tempó þrátt fyrir að hafa aldrei verið mikill djammari. Þær séu þó alsælar með lífið enda sé það hreinlega skemmtilegra án áfengis.

Páll Óskar Hjálmtýsson segir Coke Zero það sterkasta sem hann drekki en hann hefur aldrei snert áfengi né önnur fíkniefni.

Hildur Guðnadóttir – haft var eftir móður hennar, Ingveldi Ólafsdóttur, í fréttum RÚV að hún væri skynsöm stúlka sem drykki ekki áfengi.

Stefán Máni Sigþórsson setti tappann í flöskuna fyrir allnokkrum árum og segist í kjölfarið hafa lært að takast á við einmanaleikann en um leið fundið hamingjuna í lífinu.

Hildur Eir Bolladóttir segist hafa breyst mikið við að hætta að drekka og í kjölfarið líki fleirum vel við hana.

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi hefur aldrei smakkað áfengi og segist einfaldlega aldrei hafa fengið löngunina til þess.

Ellý Ármannsdóttir mælir svo sannarlega ekki með því að hugurinn sé deyfður með áfengi en hún hugsar vel um líkama og heilsu sem hún segir hafa tekið stakkaskiptum til hins betra eftir að hún sagði skilið við Bakkus.

Manuela Ósk Harðardóttir

Jákvæðar fyrirmyndir eru besta forvörnin

Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir tók aldrei fyrsta sopann og segist því ekki geta gert sér í hugarlund hvernig bjór eða annað áfengi sé á bragðið.

„Það var aldrei nein djúpstæð ástæða sem bjó að baki – en Mog vera ekki fullkomlega meðvituð um hvað ég gerði. Ég sá fólk allt í kringum mig, bæði vini og kunningja, oft á mega bömmer eftir djamm – og alltaf fannst mér áfengisneysla bara hafa slæmar afleiðingar. Ég vildi ekki koma nálægt þessu og vil ekki enn. Eftir að ég eignaðist börn þá varð ég enn ákveðnari í þessari ákvörðun, því ég vil ekki ala börnin mín upp í kringum áfengi – þótt það sé í hófi. Ég held að öll börn finni einhvern tímann fyrir óöryggi við það að sjá foreldra sína undir áhrifum. Ég þekki ekkert annað en áfengislausan lífsstíl og hef alltaf getað skemmt mér án áfengis. Þegar ég var unglingur fann ég oft fyrir pressu frá öðrum – og listinn er orðinn mjög langur af fólki sem hefur beðið um að fá að vera viðstatt þegar ég smakka áfengi í fyrsta sinn. Það mun þó aldrei gerast – og núna finnst mér fólk bera mikla virðingu fyrir þessari ákvörðun og ég fæ frekar hrós en nokkuð annað. Það er auðvitað ekki algengt að hafa aldrei smakkað áfengi, þannig að fólk verður stundum hissa – en viðmótið er almennt mjög jákvætt. Mér finnst frábært að geta verið fyrirmynd á þessu sviði því það eru margar heilbrigðar fyrirmyndir sem hafa stigið fram og ég held að unga fólkið sé mjög meðvitað um að það er hægt að lifa mjög góðu og skemmtilegu lífi án áfengis. Ég er allavega mjög stolt af þessari ákvörðun minni og er þakklát fyrir að hafa staðið með sjálfri mér sem unglingur. Ég er alveg viss um að ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan – svo ég tali ekki um peningasparnað, því ekki er ódýrt að drekka. Ég er mjög meðvituð um þau áhrif sem ég get haft og mér finnst mikilvægt að tala reglulega um þessa hluti, því jákvæðar fyrirmyndir eru besta forvörnin.“

Geggjað að vera með kollinn í lagi

Samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza Miljevic telur sig heppna að hafa aldrei tekið fyrsta sopann.

„Ég leiði hugann mjög oft að þeirri staðreynd, hvað ég er ánægð með þessa ákvörðun mína. Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég ákvað að drekka ekki, nema kannski sú að ég vildi ekki missa stjórn á aðstæðum eða sjálfri mér. Svo fór mér með tímanum að finnast það mjög töff að geta sagst aldrei hafa drukkið. Ég tók þátt í öllu félagslífi í menntaskóla og grunnskóla, mátti ekki missa af neinu. Var í skemmtinefndum og tyllidaganefndum, skemmti mér um helgar með vinkonum mínum, og gerði það allt saman edrú. Fyrst þegar margir voru að byrja að fikta við að drekka, þá fann ég að sjálfsögðu fyrir pressu eins og allir hinir. En sú pressa kom aldrei frá mínum nánustu vinkonum. Þær sýndu mér mikinn skilning og þrýstu aldrei á mig, og er ég alltaf þakklát fyrir það. Hins vegar finnst mér í dag þegar fólk heyrir að ég drekki ekki, þá geri það alltaf ráð fyrir því að ég sé óvirk. Sem mér finnst alltaf smá skrítið en að mínu mati er drykkjulaus lífsstíll að aukast og sem betur fer finnst mér sífellt fleiri velja sér þann lífsstíl, hvort sem það er frá upphafi eins og ég, eða eftir að liðið er á. Mér finnst líka fleiri flottar fyrirmyndir vera komnar í sviðsljósið og ég vona að ungir krakkar í dag horfi upp til þeirra, því það er svo geggjað að vera með kollinn í lagi. Ég hef alltaf verið mjög opin með þessa ákvörðun mína og vonaði innst inni að hún myndi skila sér alla leið í eitthvert ungt hjarta. Þess vegna þykir mér extra vænt um þegar ég heyri af einhverjum sem vill ekki drekka – út af mér. Mér þykir ótrúlega vænt um það.“

Ríkjandi lífsstíll í mínum vinahópi

Nökkvi Fjalar Orrason frumkvöðull hefur aldrei smakkað áfengi en þá ákvörðun tók hann út frá þeirri hugsun að vera alltaf til staðar.

„Ég vil alltaf að fólk í kringum mig geti stólað á að ég geti komið þegar það þarf á mér að halda 24/7. Ég veit ekki hvort að drykkjulaus lífsstíll sé að aukast en þessi lífsstíll er alla vega mjög ríkjandi í mínum vinahóp. Það eru færri sem drekka en ekki. Í öllu sem ég geri legg ég upp með að vera fyrirmynd fyrir fólk í kringum mig og þá sem verða á vegi mínum, svo óneitanlega var þessi ákvörðun tekin í þeirri trú að ég geti verið betri fyrirmynd fyrir aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi mætti undir fölsku flaggi á árshátíð

Bragi mætti undir fölsku flaggi á árshátíð
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona taka Færeyingar á COVID-veirunni – Sjáðu myndband

Svona taka Færeyingar á COVID-veirunni – Sjáðu myndband