fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fókus

Stefán ólst upp á átakasvæði – „Ég man eftir þessu öllu, bæði látunum, gosbjarmanum og lyktinni“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 12:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Jakobsson á glæstan feril að baki sem tónlistarmaður en hann steig sín fyrstu skref í átt að stóra sviðinu þegar hann keppti fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2003. Hann segist finna fyrir frægðinni á jákvæðan hátt þótt hann hætti aldrei að moka skurðinn. Stefán, ásamt hljómsveitinni Dimma, mun spila í úrslitum Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer næstkomandi helgi.

Þetta er brot úr lengra viðtali. 

Stefán ólst upp á miklu átakasvæði en hann fæddist á sjúkrahúsinu á Húsavík árið 1980 í miðjum Kröflueldum sem stóðu frá árinu 1975 til 1984. Hann er hins vegar Mývetningur í húð og hár, hefur enda búið þar stærstan hluta ævi sinnar.

„Ég tengi vel við það sem Grindvíkingar eru að upplifa núna. Ég man eftir þessu öllu, bæði látunum, gosbjarmanum og lyktinni. Þegar ég var fjögurra ára ókum við pabbi, systir mín og Hinrik afabróðir á gulri Lödu Sport sem afi minn átti og fylgdumst með gosinu í nokkurra kílómetra fjarlægð, sem var mögnuð upplifun. Á þessum tíma voru leiðbeiningar í öllum húsum um hvernig best væri að yfirgefa híbýlin og hvað maður átti að gera ef til kastanna kæmi. Mér fannst tilhugsunin um flótta mjög spennandi og hafði áætlað að grípa með mér bangsann minn og Súperman-sængina, en með hana yrðu mér eðlilega allir vegir færir. Síðar meir spurði ég föður minn hvernig hann hefði upplifað þessa tíma og hann viðurkenndi þá að stöðug óvissa hefði sannarlega sett sitt mark á líf fólksins í kring, sérstaklega í fyrstu þegar fólk vissi ekki hvort umbrotin myndu færast nær eða fjær byggðinni.“

Á þessum tíma sótti ungt fólk mikið á landsbyggðina enda atvinnutækifærin þar að finna. Stefán segir meðalaldur í sveitinni hafa verið tiltölulega lágan í hans uppvexti og í minningunni hafi ríkt mikið frjálsræði, en gott innra eftirlit.

„Þarna er meirihluti ábúenda að dansa í kringum þrítugt enda kísilverksmiðjan að gefa góð störf. Fólk sá tækifæri í því að flytja út á land enda heillavænlegt að hafa ungt fólk til staðar ef þú vilt byggja upp samfélag. Það var mikið djamm á þessu fólki og við krakkarnir gengum meira og minna sjálfala þarna, sérstaklega á sumrin. Maður var bara klipptur að vori, klæddur í föt og svo sagt: „sjáumst í haust“ – liggur við. Sveitin byggðist upp á samstöðu, þetta fólk reisti plássið upp og lagði mikið á sig við að gera allt sem best. Íþróttafélagið stóð og féll með þjálfun foreldranna og náði frábærum árangri af ekki stærra samfélagi. Við vorum til að mynda með fjórða besta sundliðið á landinu og eigum í dag afreksfólk í mörgum greinum, bæði íþróttum og öðru. Ég held að það sé að mörgu leyti tilkomið vegna sjálfstraustsins og samstöðunnar í samfélaginu, en fólk var almennt mjög duglegt að hjálpast að. Þótt við séum í dag einungis um fimm hundruð talsins er þetta sem ein stór fjölskylda og þar þekkjast allir. Auðvitað er það tvíeggjað sverð því það er gott að fólk viti mikið um þig en á sama tíma slæmt ef þú ert ekki góð manneskja. Að mínu mati eru kostirnir alltaf mun fleiri.“

Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi mætti undir fölsku flaggi á árshátíð

Bragi mætti undir fölsku flaggi á árshátíð
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona taka Færeyingar á COVID-veirunni – Sjáðu myndband

Svona taka Færeyingar á COVID-veirunni – Sjáðu myndband