fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ísold stenst allt nema freistingar – „Sá sem eldar þarf ekki að vaska upp“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 22. febrúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirheyrslan:

Ísold Wilberg Antonsdóttir söngkona sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins en hún stígur aftur á svið í kvöld, föstudag, með framlag sitt, Klukkan tifar. Lagið syngur hún ásamt Helgu Ingibjörgu Gunnarsdóttur en þær stöllur segja sín eftirlætis Eurovision-lög eiga það sameiginleg að vera óhefðbundin svo ekki sé meira sagt. Ísold er í yfirheyrslu helgarinnar.

 

Hvar líður þér best? Mér hefur alltaf liðið vel í sviðsljósinu, það er alveg hugsanlegt að athyglissýkin hafi upprunalega leitt mig út í tónlistina. Einnig þykir mér fá betra en að keyra út úr bænum og koma mér fyrir í heitri náttúrulaug í góðum félagsskap og auðvitað með gott snarl.

Hvað óttastu mest? Að láta ótta minn stjórna mér og vakna einn daginn og átta mig á að ég lifði lífinu ekki til fulls vegna hræðslu við hvað öðrum fyndist um mig. Þess vegna reyni ég alltaf að njóta augnabliksins, vera samkvæm sjálfri mér og elta ástríður mínar.

Hvert er þitt mesta afrek? Ég hélt lengi að ég gæti ekki samið lög og var búin að sætta mig við að vera bara söngkona en ekki lagasmiður. Það var ekki fyrr en eftir tvítugt sem lífið greip inn í og fékk mig til að kafa dýpra og horfast í augu við sárin sem dvöldu í sál minni, þá samdi ég mitt fyrsta lag sem fjallar um litla bróður minn, Má Gunnarsson. Ég lærði að vera berskjölduð og tjá mig í gegnum tónlistina mína og það er eitt það dýrmætasta sem ég hef lært.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Ég bjó til „Pub-Quiz“/„Bar-Svar“ fyrir Kofa Tómasar frænda í tæp tvö ár, svo ég er upp full af alls konar
tilgangslausum staðreyndum.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ég er svöng.

Hvernig væri bjórinn Ísold? Hann væri tveir Espresso Martini.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Það var leigubílstjóri á Bali sem sagði við mig „Don’t just go with the flow, the trick is to go slower than the flow.“ Það fékk mig til að hugsa, vill maður nokkuð fljóta stefnulaust áfram í sama straumi og allir aðrir? Er ekki betra að hægja á sér, líta í kringum sig og ákveða sjálfur í hvaða átt maður vill stefna og með hverjum?

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Vaska upp, auðveldasta spurningin til þessa! Á mínu heimili gildir sú regla að sá sem eldar þarf ekki að vaska upp, þess vegna er ég afbragðskokkur í dag og kærastinn minn alltaf með rúsínuputta.

Besta bíómynd allra tíma? Lord of the Rings! Allar þrjár, „extended“ útgáfurnar að sjálfsögðu.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í að geta talað öll tungumál í heimi, það væri virkilega töff.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Þegar ég fór í miðnætursjósund á Flateyri eftir 4 of mörg tekíla skot, ekki segja mömmu.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Mig hlakkar til …

Hvaða geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta fyrir þér?
Ég er mikill nammigrís og er orðin mjög góð í að skapa tilefni til að verðlauna mig, annars get ég staðist allt, nema freistingar.

Hvað er á döfinni hjá þér? Núna eru ég og Helga í fullum undirbúningi fyrir úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem við verðum fyrstar á svið með lagið „Meet me halfway“. Föstudaginn 13. mars kem ég svo fram á stórtónleikum með Má bróður í Stapa í Reykjanesbæ. Svo vonandi bara fleiri tónleikar og enn fleiri frumsamin lög á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“