fbpx
Fimmtudagur 06.maí 2021
Fókus

Atli safnar fyrir stóru ástina: Hafnar grunsemdum um svindl – „Ég neita að gefast upp“

Fókus
Laugardaginn 22. febrúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Viðar Engilbertsson, fjöllistamaður sem sérhæfir sig í útskurðarlist, skrifum og tónlist, hefur ekki átt sjö dagana sæla meirihluta ævi sinnar sökum eineltis og þunglyndis. Á bernskuárum lenti hann títt í hópárásum og hefur orðið reglulega fyrir aðkasti og minningarnar erfiðu fylgt honum langa tíð og gera enn að hans sögn.

„Ég fann út frá þessu fyrir sterkri þörf fyrir tjáningu. Ég hvarf úr vinnu sem ég var í á þeim tíma og hentist í sköpun, sem þá var útskurður úr mörgu. Ástarsorg átti jafnframt stóran þátt í þeirri þörf sem ég fékk til að skapa og átti sinn sess í þunglyndinu að hluta til,“ segir Atli, en þess má geta að verk hans hafa verið sýnd meðal annars í Safnasafninu, Handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og alþjóðlegri textílsýningu á Kjarvalsstöðum.

Atli lifir á örorkubótum og hefur aldrei ferðast út fyrir landsteinana. Hann segir þó tilveruna hafa tekið vænan fjörkipp eftir að hann kynntist 49 ára konu að nafni Nelma Varona. Þau Atli, sem er sjálfur 58 ára, kynntust fyrir þremur árum í gegnum veraldarvefinn og hafa haldið stöðugum samskiptum síðan og náð góðri tengingu gegnum sameiginlegan áhuga á listsköpun. Nelma býr í San Antonio á Filippseyjum og hefur sjálf aldrei ferðast út fyrir þá eyju.

Stóri draumur Atla er að safna peningum til þess að geta flutt út til Nelmu, veitt henni aðstoð og verið með konunni sem hann telur sig vita að sé hin eina rétta. Segir hann þetta samband hafa reynst gífurlegur aflgjafi í listsköpun hans enda hefur hann spreytt sig mikið að undanförnu í tónsmíðum þar sem Barry White hefur verið mikill innblástur, svo dæmi sé nefnt.

 

Fyrrverandi engin fyrirstaða

Þegar Atli er spurður hvort um ósvikna ást sé að ræða svarar hann því játandi umhugsunarlaust, þrátt fyrir að hann geri sér grein fyrir að sambandið eða kringumstæður þess gætu gefið til kynna að um einhvers konar svindl væri að ræða. Atli segist oft heyra sögur um fjarsambönd þar sem annar aðilinn reynir að kúga peninga út úr hinum, en bætir við að raunin sé ómögulega sú í ljósi þess að Nelma biðlar til hans um að flytja til hennar. „Margar konur þarna fyrir austan leita til íslenskra karla til þess að komast til landsins og flýja eigin aðstæður, en ég neita að gefast upp,“ segir Atli.

Þá hafði DV samband við Nelmu, sem segist lengi hafa beðið eftir að fá Atla til sín og kveðst vera spennt fyrir því að hitta hann. Þó er þolinmæði hennar á þrotum sökum þess hversu langur tími hefur liðið frá því að þau kynntust. „Ef honum er alvara með að koma til Filippseyja, þá bíð ég að sjálfsögðu eftir honum,“ segir Nelma. „Biðin hefur verið löng og erfið.“

Blaðamaður vekur þá athygli á Facebook-reikningi Nelmu, þar sem birtar eru myndir af henni með öðrum karlmanni. Atli segist vera meðvitaður um þetta og hann kippir sér ekki upp við það. Þegar Nelma er spurð út í þessar myndir fullyrðir hún að ljósmyndirnar séu af henni og fyrrverandi maka hennar. Þá bætir hún við: „Þessar myndir verða fjarlægðar um leið og Atli kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilkynnti um hvarf kærastans – Lögreglan sagði að hann væri ekki til

Tilkynnti um hvarf kærastans – Lögreglan sagði að hann væri ekki til
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bill og Melinda Gates að skilja

Bill og Melinda Gates að skilja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra kynlífsprófið – Þekkir þú þessar stellingar?

Stóra kynlífsprófið – Þekkir þú þessar stellingar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Upprisa og fall alræmda glaumgosans

Upprisa og fall alræmda glaumgosans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prófaðu nákvæmasta aldursgreiningarbúnaðinn

Prófaðu nákvæmasta aldursgreiningarbúnaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Síminn hélt áfram að taka mynd og greip kærastann glóðvolgan

Síminn hélt áfram að taka mynd og greip kærastann glóðvolgan