fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fókus

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2020 13:28

Manuela Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri velja sér vímuefnalausan lífsstíl. DV tók saman nokkur dæmi um þekkt einstaklinga sem eru sammála um að lífið sé skemmtilegra án Bakkusar. Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir tók þó aldrei fyrsta sopann og segist því ekki geta gert sér í hugarlund hvernig bjór eða annað áfengi sé á bragðið.

Þetta er brot úr lengri umfjöllun

Jákvæðar fyrirmyndir eru besta forvörnin

„Það var aldrei nein djúpstæð ástæða sem bjó að baki – en minn stærsti ótti var að missa stjórn á sjálfri mér og vera ekki fullkomlega meðvituð um hvað ég gerði. Ég sá fólk allt í kringum mig, bæði vini og kunningja, oft á mega bömmer eftir djamm – og alltaf fannst mér áfengisneysla bara hafa slæmar afleiðingar. Ég vildi ekki koma nálægt þessu og vil ekki enn,“ segir Manuela.

„Eftir að ég eignaðist börn þá varð ég enn ákveðnari í þessari ákvörðun, því ég vil ekki ala börnin mín upp í kringum áfengi – þótt það sé í hófi. Ég held að öll börn finni einhvern tímann fyrir óöryggi við það að sjá foreldra sína undir áhrifum. Ég þekki ekkert annað en áfengislausan lífsstíl og hef alltaf getað skemmt mér án áfengis. Þegar ég var unglingur fann ég oft fyrir pressu frá öðrum – og listinn er orðinn mjög langur af fólki sem hefur beðið um að fá að vera viðstatt þegar ég smakka áfengi í fyrsta sinn.

Það mun þó aldrei gerast – og núna finnst mér fólk bera mikla virðingu fyrir þessari ákvörðun og ég fæ frekar hrós en nokkuð annað. Það er auðvitað ekki algengt að hafa aldrei smakkað áfengi, þannig að fólk verður stundum hissa – en viðmótið er almennt mjög jákvætt. Mér finnst frábært að geta verið fyrirmynd á þessu sviði því það eru margar heilbrigðar fyrirmyndir sem hafa stigið fram og ég held að unga fólkið sé mjög meðvitað um að það er hægt að lifa mjög góðu og skemmtilegu lífi án áfengis. Ég er allavega mjög stolt af þessari ákvörðun minni og er þakklát fyrir að hafa staðið með sjálfri mér sem unglingur. Ég er alveg viss um að ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan – svo ég tali ekki um peningasparnað, því ekki er ódýrt að drekka. Ég er mjög meðvituð um þau áhrif sem ég get haft og mér finnst mikilvægt að tala reglulega um þessa hluti, því jákvæðar fyrirmyndir eru besta forvörnin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar
Fókus
Fyrir 1 viku

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“