fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fókus

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“

Fókus
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Martin Freeman hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum vegna umdeildra orða sem hann lét falla í viðtali við breska tímaritið The Times. Í umræddu viðtali viðurkennir leikarinn að hann hafi gert þau mistök að beita börn sín líkamlegum refsingum í gegnum tíðina, oftar en hann kærir sig um.

Í viðtalinu segist leikarinn ekki vera stoltur af þessum uppátækjum og tekur fram að hann hafi löðrungað börnin sín tvö annað slagið, kallað þau illum nöfnum með ljótu orðalagi. Freeman á tvö börn, ellefu og fjórtán ára að aldri, með leikkonunni Amöndu Abbington en þau skildu árið 2016 eftir sextán ára samband.

Freeman er þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í bresku Office-þátt­un­um, Sherlock og burðarhlutverkið í kvik­mynd­un­um um Hobbit­ann. Nýlega var ný gamanþáttaröð frumsýnd með honum í aðalhlutverki, Breeders að nafni, þar sem Freeman leikur föður sem á við mikið skapvandamál að stríða.

„Ein af lykilreglunum er sú að slá ekki börnin sín eða kalla þau „litlu ógeð,“ en ég er sekur um hvort tveggja,“ segir Freeman og undirstrikar að þessi tilfelli hafa komið upp þegar þolinmæði hans hefur verið á þrotum og engin önnur úrræði í boði.

„Ég hef slegið þau nokkrum sinnum og ég veit að það er rangt, en ímyndin um hið fullkomna foreldrahlutverk lætur öðrum hreinlega líða illa. Þetta er nefnilega ekki fullkomið. Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt og það er ómögulegt að rökræða við börn. Í alvöru, gangi þér innilega vel ef þú nærð því.“

Víða um heim eru lög sem banna foreldrum og þeim sem annast börn að beita þau líkamlegum refsingum. Svíþjóð varð fyrsta ríki heims til að stíga þetta skref árið 1979 en Ísland tók skrefið árið 2009. Skotland varð fyrsta ríki Bretlandseyja til að leiða þetta í lög frá og með 2019.

„Það er augljóslega aldrei góð hugmynd að slá börnin sín, en á einhverjum tímapunkti gerir maður mistök. Eftir tuttugu ár munu börnin spyrja hvers vegna maður gerði hitt eða þetta, það er óhjákvæmilegt. Ég er ekki stoltur af því sem ég hef gert börnum mínum, Þetta er engin regla hjá mér, en í hreinskilni sagt þætti mér ekki ólíklegt að ég geri þetta aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar
Fókus
Fyrir 1 viku

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“