fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni – Ilmkerti og David Hasselhoff

Fókus
Laugardaginn 15. febrúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annað undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram laugardagskvöldið 15. febrúar. Fimm flytjendur etja kappi og freista þess að komast í hóp með hljómsveitinni Dimmu og dúett Ísoldar og Helgu, sem komust áfram í úrslitin eftir fyrra undanúrslitakvöldið. Sjálft úrslitakvöldið fer fram 29. febrúar og þá ræðst hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. DV kynnti sér keppendur betur, en þeir leyna á sér á ýmsum sviðum.

Íva Marín Adrichem

Fæddist blind

Íva fæddist blind vegna augngalla. Hún byrjaði í tónlistarnámi tveggja ára, en faðir hennar er hollenskur og móðirin íslensk.

Stór plön

Íva sigraði í alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni Lions-hreyfingarinnar fyrir blind og sjónskert ungmenni árið 2011 og stóð ekki á svörum þegar hún var spurð um sín framtíðarplön. „Ég ætla að verða forsætisráðherra,“ sagði hún þá í viðtali við Morgunblaðið.

Sund og söngur

Auk þess að vera afrekskona á sviði tónlistar æfði Íva lengi vel sund og státar af ýmsum metum í þeirri grein.

Nína Dagbjört Helgadóttir

Stolt

Nína er vel merkt föðurnafninu en fyrsta húðflúrið sem hún fékk sér var Helgadóttir, en blekið hefur verið á söngkonunni síðan sumarið 2017.

Jólastjarna

Nína hefur lengi reynt að skapa sér nafn í tónlistinni og tók meðal annars þátt í Jólastjörnunni árið 2015 þar sem hún freistaði þess að fá að syngja með sjálfum Bó Halldórs á jólatónleikum. Nína stóð sig með prýði en hreppti ekki hnossið.

Ilmur af velgengni

Það leynist líka frumkvöðull í Nínu en hún stofnaði fyrirtæki ásamt samnemendum í frumkvöðlafræði í Fjölbrautaskóla Garðarbæjar í fyrra. Fyrirtækið sérhæfði sig í framleiðslu á ilmkertum sem róa hugann og Nína gegndi starfi fjármálastjóra í sprotafyrirtækinu.

Matti Matt (Matthías Matthíasson)

Afreksmaður í íþróttum

Matti er bæði lærður kafari og keppti í spjótkasti á yngri árum. Hann reyndar spreytti sig í flestum íþróttum sem barn, svo sem fótbolta, handbolta og sundi og státar af verðlaunapeningum í ýmsum greinum.

Tilgangslaus hæfileiki

Matti kann að tala og syngja afturábak, algjörlega áreynslulaust. Þennan hæfileika hafa Íslendingar oft fengið að hlýða á og sjá.

Spólandi góður

Hann byrjaði að vinna í fiski tíu ára gamall og keypti sér hjól fyrir launin. Hann hjólaði mikið sem barn og var þekktur fyrir að geta farið langar vegalengdir á afturhjólinu einu saman.

Daði Freyr Pétursson

Hæðin

Daði er 208 sentímetrar á hæð og byrjaði í körfubolta er hann gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann ku hafa verið ansi öflugur í boltanum þar til hann tók listina fram yfir dripplið.

Fyrsti kossinn

Daði eignaðist nýverið sitt fyrsta barn með sinni heittelskuðu, Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur. Þau kynntust í Fjölbrautaskóla Suðurlands en fyrsti kossinn kom á Hróarskelduhátíðinni árið 2010.

Rafheili ársins

Daði var meðlimur í hljómsveitinni ReTroBot sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2012. Á sömu hátíð var Daði valinn rafheili ársins. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Daði keppti í Músíktilraunum en árið 2008 tók hann þátt með hljómsveitinni Sendibíll.

Hildur Vala Einarsdóttir

Ung og efnileg

Hildur sigraði í Söngvakeppni félagsmiðstöðvanna árið 1997 ásamt vinkonu sinni, Ingunni Önnu Ragnarsdóttur, með útgáfu af laginu Sound of Silence. Þær unnu hópakeppnina en í einstaklingskeppni var það Guðrún Árný sem fór með sigur af hólmi.

Spékoppurinn frægi

Einkennismerki söngkonunnar er lítill spékoppur á vinstri vanga sem hún fékk eftir hjólreiðaslys þegar hún var tíu ára. Hildur fór niður brekku á bremsulausu hjóli, datt af hjólinu og lenti harkalega með kinnina á steini. Sauma þurfti nokkur spor í kinnina og þannig fæddist spékoppurinn.

Hasselhoff í uppáhaldi

Hildur var dugleg að láta að sér kveða í Barna-DV og Æskunni á árum áður, skrifaði sögur og auglýsti eftir pennavinum. Þá safnaði hún öllu með Strandvarðagoðinu David Hasselhoff og bauð ýmislegt í skiptum fyrir góss með því tengt, til að mynda veggmyndir með Pláhnetunni, Kiss og Todmobile.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla