Mánudagur 24.febrúar 2020
Fókus

Sonur fæddur: „Orð fá því ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta“

Fókus
Föstudaginn 14. febrúar 2020 08:45

Edda Sif Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir eignaðist dreng á mánudag en þetta er fyrsta barn hennar og hennar heittelskaða, Vilhjálms Sigurgeirssonar, framleiðanda. Vilhjálmur tilkynnir þetta á Facebook.

„Eftir langa helgi á fæðingardeildinni kom strákurinn okkar í heiminn með keisaraskurði á mánudagsmorgun. Orð fá ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta. Þvílík hetja að koma frumburðinum okkar í heiminn. Tilfinningin er ótrúleg,“ skrifar hann.

Afi barnsins, alþingismaðurinn Páll Magnússon deilir einnig myndum af litla peyjanum.

„Þessi litli kútur ákvað að líta dagsins ljós á mánudaginn – þegar afi hans var á þvælingi á norðausturhorni landsins. Það urðu miklir fagnaðarfundir – a.m.k. af minni hálfu – þegar ég fékk loksins að knúsa hann og kyssa. Móður og peyja heilsast vel!“

Fókus óskar Eddu og Vilhjálmi innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglindi langar að kveikja í sér eftir að hún las þessi komment – „Er hann ekki dauður??“

Berglindi langar að kveikja í sér eftir að hún las þessi komment – „Er hann ekki dauður??“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“
Fókus
Fyrir 1 viku

10 stjörnubörn í sviðsljósinu

10 stjörnubörn í sviðsljósinu
Fókus
Fyrir 1 viku

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir