fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fókus

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – Fann hana í loftinu á móteli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem á að sýna eiginmann grípa eiginkonu sína glóðvolga á „ástarmóteli“ hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Í myndbandinu má sjá konuna fela sig í lofti mótelsins eftir að eiginmaðurinn gómaði hana með ungum elskhuga. Atvikið átti sér stað í Filippseyjum.

Þú getur horft á myndbandið á vef The Sun. Samkvæmt miðlinum elti eiginmaðurinn konuna á mótelið og fékk lögreglu til að aðstoða sig við að finna konuna. Fjölmiðlar í Filippseyjum segja að eiginmaðurinn hafi nýlega komið aftur heim eftir að hafa unnið á olíubor í nokkra mánuði. Konan hans var fálát og kuldaleg þegar hann kom heim og byrjaði hann að gruna að það væri ekki allt með felldu.

Mynd/The Sun

Grunsemdir hans jukust þegar eiginkonan fór að vera meira fjarverandi frá heimilinu og sagði að það væri mikið að gera í vinnunni. Eitt kvöldið ákvað eiginmaðurinn að elta konuna þegar hún sagðist þurfa að fara í vinnuna. Hann sá hana hitta yngri karlmann á móteli.

„Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hringdi í vin minn og hann hringdi í lögregluna,“ segir maðurinn.

Það er ólöglegt að halda framhjá í Filippseyjum, svo þegar lögreglan mætti á svæðið hleyptu hótelstarfsmenn þeim inn í herbergið. Þar var ungi elskhugi konunnar en enginn annar. Föt konunnar voru þó á víð og dreif um herbergið.

Síðan heyrðist hávær hvellur fyrir ofan þá og kvenmannsskór datt úr gati í loftinu.

Konan verður ákærð.

Myndbandið sýnir lögreglumennina skoða gatið þar sem þeir fundu síðan konuna. Þeir reyndu að fá konuna til að koma niður, en hún neitaði þar til kvenkyns lögregluþjónar töluðu við hana.

Eiginmaðurinn.

Konan og elskhuginn voru færð á næstu lögreglustöð, ásamt eiginmanninum sem sagðist vera ákveðinn að kæra þau bæði. Ef konan verður fundin sek getur hún átt von á allt að sex ára fangelsisvist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 10 vísbendingar um að kona sé að daðra við þig

Afhjúpar 10 vísbendingar um að kona sé að daðra við þig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bruce Willis rekinn úr verslun fyrir að neita að vera með grímu

Bruce Willis rekinn úr verslun fyrir að neita að vera með grímu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu

Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður selur kynlífstæki fyrir meira en milljón á hverjum degi – „Þarna kom þetta augnablik“

Gerður selur kynlífstæki fyrir meira en milljón á hverjum degi – „Þarna kom þetta augnablik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beðmál í borginni snúa aftur – „Hvar eru þau núna?“

Beðmál í borginni snúa aftur – „Hvar eru þau núna?“