fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Eva fékk ljót skilaboð: „Það var bara eins og einhver hefði slegið tusku framan í mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 08:35

Eva Ruza.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Eva Ruza hefur gert heilan helling í gegnum tíðina og hún er ekki nærri því hætt að elta draumana sína. Eva hefur verið áberandi í sviðsljósinu síðastliðin ár en hún hefur meðal annars verið í útvarpi, sjónvarpi og séð um ýmsar skemmtanir. Það er alltaf nóg að gera hjá Evu en fyrir utan sviðsljósið, þá vinnur hún einnig í blómabúð með móður sinni.

Eva Ruza er nýjasti gestur Hafsteins Sæmundssonar í hlaðvarpinu hans, Bíóblaður.

Man þetta mjög skýrt

Eva hefur verið virk á samfélagsmiðlum síðustu ár. Leiðinlegar athugasemdir geta verið neikvæðir fylgifiskar samfélagsmiðla en Eva telur sig hafa verið afar heppna með fylgjendur. Það eru aðeins ein skilaboð sem eru henni sérstaklega minnisstæð.

„Ég hef verið ótrúlega heppin á samfélagsmiðlum með það að á öllum þessum samfélagsmiðla ferli mínum þá hef ég bara fengið eitt komment sem var leiðinlegt,“ segir Eva Ruza og útskýrir nánar.

„Ég hef verið kynnir fyrir Miss Universe Iceland keppnanna alveg frá því að þær byrjuðu hérna á Íslandi. Ég var einn daginn inni á Snapchat og var að búa til eitthvað Story og var að peppa keppnina. Ég var með rauðan varalit og var að kenna hvernig ætti að ganga á hælum,“ segir Eva og bætir við að hún sé mjög léleg að ganga á hælum sökum þess að hún er sjaldan á hælum vegna hæðar sinnar.

„Þá kom eitt komment og ég man þetta mjög skýrt: „Djöfull ertu barnaleg“. Það var bara kommentið og ég varð bara: „Oh my God“. Það var bara eins og einhver hefði slegið tusku framan í mig. Ég svaraði þessu ekki en svo í dag, ef ég myndi fá svona komment, þá myndi ég bara vera: „Og hvað með það þó ég sé barnaleg?“ Bara greyið þú að finna fyrir þeirri þörf að senda mér þessi skilaboð. Ég hef því verið mjög heppin með mína fylgjendur. Þau hafa alltaf verið mjög góð við mig.“

Alltaf tíma til að horfa á sjónvarpið

Þrátt fyrir að það sé mikið að gera hjá Evu, þá gefur hún sér alltaf tíma til að horfa á sjónvarpið. Þegar hún ákveður að horfa á sjónvarp, þá verða oft raunveruleikaþættir fyrir valinu, eins og til dæmis þættirnir Keeping up with the Kardashians.

„Það er bara geggjað að fylgjast með þessu lífi. Þetta er eitthvað líf sem maður á aldrei eftir að kynnast. Það eru bara nokkrar útvaldar manneskjur sem lifa í svona heimi. Það er bara svo geggjað að þau opni hurðirnar inn á heimilin og maður sér inn til þeirra. Ef maður hefur áhuga á frægum þá langar manni að sjá hvernig er heima hjá þeim og hvernig lífið þeirra er. Þau hleypa manni mjög nálægt. Þetta er auðvitað rosa yfirborðskenndur heimur og ég held að það sé mjög erfitt að lifa í þessum heimi. Þú þarft alltaf að vera „up to standard“. Alltaf að vera flottur og fínn og ég held að þetta sé ótrúlega erfitt að þegar eitthvað kemur upp á, þá er þetta allt svo „public“.“

Eva hefur einnig gaman af The Bachelor og The Bachelorette.

„Þú færð allan pakkann. Þú færð drama, þú færð ástina og þú færð rifrildi. Drama er ekki einu sinni rétta orðið yfir þetta. Þetta er bara rosalegt dæmi sem er þarna í gangi. Maðurinn minn fær sko bráðaofnæmi þegar hann sér að ég er að horfa á þetta. Hann er bara: „Getur þú lækkað þetta?“ Og ég er bara: „Okay, þú skalt bara fara, spila tölvuleik, setja á þig heyrnartól kallinn minn af því að ég er að horfa. Þú ert ekki að fara að láta mig slökkva.“

Í þættinum ræða Eva og Hafsteinn einnig lýtalækningar og fegrunaraðgerðir, hvernig notkun á samfélagsmiðlum hefur breyst í gegnum árin, kvikmyndahús á Íslandi og erlendis, hvernig kvikmyndasmekkurinn hennar Evu er, hversu mikið hún saknar þess að fara til útlanda, hvort að þættirnir The Queen’s Gambit séu virkilega skemmtilegir og margt, margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar