fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Varð tvisvar ólétt á tíu dögum – Sem betur fer veit hún hver faðirinn er

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 31. desember 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk verðandi móðir á von á þríburum. Hún var ólétt af tvíburum, en tíu til ellefu dögum eftir að þeir voru getnir, varð hún „aftur“ ólétt.

Konan og unnusti hennar voru himinlifandi þegar þau fréttu að þau ættu von á tvíburum, en hún segir að það hafi sannarlega komið þeim á óvart þegar það kom í ljós að þriðja barnið væri einnig á leiðinni.

Konan deildi sögu sinni á TikTok og hefur hún hlotið mikla athygli. Þá hefur News.com fjallað um málið.

Konan útskýrir að tilfelli sem þessi kallist ofurhæfing (e. superfetation), en á egglosun sér stað tvisvar í sama mánuði í stað fyrir einu sinni.

„Vanalega þegar manneskja verður ólétt þá eiga sér stað hormónabreytingar sem sjá til þess að annað egglos eigi sér ekki stað. Það gerðist ekki í mínu tilfelli […] Um það bil tíu prósent kvenna fá egglos tvisvar í mánuði, en einungis þrjú prósent geta orðið óléttar tvisvar á þessu tímabili.“

Hún segir að börnin muni að öllum líkindum fæðast á sama degi, en það hefur komið fyrir að stundum séu mánuðir á milli barna sem eru getin með þessum hætti.

„Tæknilega séð er fæðingardagur barnanna settur á mismunandi daga, en sem betur fer eru þau svo nálægt hvert öðru að þau munu fæðast á sama tíma og því vera talin þríburar. Okkar eru með viku millibili, en stundum geta verið mánuðir á milli og þá fæðast börnin á allt öðrum tíma.“

Verðandi móðirin deilir því að læknar séu duglegir að fylgjast með henni og meðgöngunni, hvort allt gangi ekki vel. Að hennar sögn gengur eins og í sögu, fóstrin virðast alltaf sigrast á öllum helstu prófraunum.

Búist er við því að börnin fæðist í apríl eða maí. Konan segir að markmiðið sé að öll börnin fari fram yfir 28 vikur, og helst að þau verði í 32 til 35 vikur. Hún segir að hún og unnustinn hafi unnið í „lottóinu“, en þau segjast ekki stefna á að eignast fleir börn eftir þetta.

Þá segir hún það mikinn kost að það fari ekki á milli mála hver sé faðir barnanna, en til séu dæmi um stöður sem þessar þar sem að faðerni sé óljóst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“