fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fókus

Völvuspá DV er komin út – „Jörðin titrar og dýrin á túnum eru á flótta, óttaslegin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. desember 2020 19:00

Völva DV rýnir inn í það sem framundan er á árinu 2021.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er árið á enda og hefur DV því að vanda leitað til Völvu til að forvitnast um komandi ár.  Völvublað DV er komið út, svo fullt af efni að það er við það að springa eins og miðnæturbomba á gamlárskvöldi. 

Fréttaannáll, völvuspá, ummæli ársins, hneyksli ársins, ástir ársins og svo margt margt fleira. 

Hér má lesa örlítið brot úr völvuspá DV 2020: 

Völva DV vill ekki láta nafns síns getið.

„Ég verð að geta tjáð mig frjálst, þú skilur, án þess að fólk vilji mér illt. Ljósið er ekki alltaf allsráðandi,“ segir hún og leggur spilin á borðið.

„Ég nota bæði spil og innsæið til þess að fá svör við spurningum þínum,“ segir hún og horfir fast á blaðamann. Bandar svo frá sér.

„Svona, vertu ekki fyrir mér, segir hún og bendir á stól hinum megin í myrkvuðu herberginu. Hún er á óræðum aldri, með sítt, óstýrilátt sítt hár og frá henni streymir kynngimögnuð orka en um leið er eitthvað sem gefur til kynna að hún láti ekki segja sér hvað henni finnst. Hún er sinn eigin herra. Og minn næstu klukkustundirnar. Blaðamaður sest á stólinn sem hún bendir á og dregur sig í hlé. Við gefum hinu óútskýrða og dulmagnaða orðið.

„Árið fram undan sýnir fullkomið flæði fyrir Ísland, sem er jákvætt vægast sagt. Hér er sýnt að landið er staðsett beint undir happastjörnu – þrátt fyrir ástand og erfiðleika býr í landsmönnum kraftur og hugrekki.

Ísland er staðsett á björtum blessuðum reit á Atlantshafshryggnum og þar er mikið ljós. Svakaleg birta, svona svipuð og friðarsúlan í Viðey, en margfalt öflugri. Við getum leiðbeint öðrum þjóðum ef við höldum okkur í ljósinu.

Hér í byrjun árs kemur fram einhver ólga í Heklu. Jörðin titrar og dýrin á túnum eru á flótta, óttaslegin. Í febrúarbyrjun sér íslenska þjóðin loksins að það birtir sannarlega til. Við höldum einbeitt áfram og horfum fram á við. En það eru einhverjir erfiðleikar sem koma hér fram á leið okkar, en það sem er skýrt hér er þetta bjarta upphaf.

Nýjar áskoranir sem þjóðin tekst á við og hjálpin berst úr óvæntri átt, myndi ég halda – við sjáum fyrir lok faraldursins – við erum með raunhæfa áætlun. Veiran mun samt fylgja okkur áfram út veturinn. Það verður holóttur vegurinn í átt að hjarðónæmi. Ég sé fram á nokkra bið eftir nægjanlegum skömmtum, en á sama tíma finnst mér glitta í mikinn liðsstyrk. Það er þó ekki hann Kári okkar Stefánsson? En seinni hluti ársins verður okkur auðveldari og ég sé fram á að margir Íslendingar nái að ferðast út fyrir landsteinana með haustinu.“

Þetta og margt fleira í Völvublaði DV, fáðu þér áskrift hér 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynntist konu á barnum og tók afdrifaríka ákvörðun – Nú veit hann ekki hvað hann á að gera

Kynntist konu á barnum og tók afdrifaríka ákvörðun – Nú veit hann ekki hvað hann á að gera
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan sem giftist sjálfri sér ætlar að skilja – Kynntist öðrum

Konan sem giftist sjálfri sér ætlar að skilja – Kynntist öðrum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónhverfing skiptir fólki í fylkingar – Eru hringirnir að færast til hliðar?

Sjónhverfing skiptir fólki í fylkingar – Eru hringirnir að færast til hliðar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur

Hanna Björg skrifar opið bréf til gerenda – Með tillögur fyrir þá sem vilja gera betur