Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Fókus

„Ég vil ekki að draugarnir viti hvað ég er hrædd við þá“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. desember 2020 12:00

Unnur Eggertsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og hlaðvarpsstjórnandinn, Unnur Eggerts, hefur búið í Bandaríkjunum í nokkur ár og unnið þar sem leikkona. Eftir að COVID skall á, þá breyttist margt hjá Unni og hún ákvað að koma heim til Íslands og skipta aðeins um umhverfi. Eftir að hún kom heim þá byrjaði hún með hlaðvarpið, Fantasíusvítuna, ásamt Lilju Gísladóttur. Í hlaðvarpinu fara þær vel yfir nýjustu seríuna af The Bachelorette og ræða ýmislegt sem tengist þeim þáttum.

Unnur Eggerts er nýjasti gestur Hafsteins Sæmundssonar í hlaðvarpinu hans, Bíóblaður. Unnur segir Hafsteini frá ýmsu sem tengist bransanum í Hollywood en hún segir honum meðal annars frá því hvernig allt ferlið gengur fyrir sig þegar leikarar sækjast eftir hlutverkum.

„Fyrsta prufa er annað hvort „self tape“ eða þú mætir. Fyrsta prufan er alltaf bara casting director, enginn leikstjóri af því að þau þurfa að prófa rosalega marga. Núna er pottþétt bara „self tape“ af því að þannig er heimurinn í dag og þetta verður örugglega líka svona í framtíðinni. Það er miklu þægilegra fyrir alla að þetta sé „self tape.“ Þá getur þú séð miklu fleira leikara og við þurfum ekki að vera að keyra út um allan bæ fyrir eina fimm mínútna prufu. Ef þeim líst vel á þig þá færðu „call back“ og þá er það yfirleitt leikstjórinn eða kannski tveir, þrír framleiðendur sem sjá þig. Þriðja prufan þá er yfirleitt svona „chemistry test“. Þannig að ef þetta er til dæmis rómantísk mynd, þá ertu látin lesa á móti aðalleikaranum. Þá er fylgst með því hvernig þið passið saman,“ segir hún.

Þó að leikarar komist í gegnum þessar prufur, þá er það ekki algilt að allir haldi sínum hlutverkum.

„Einn mjög góður vinur minn í LA, hann var búinn að fara í gegnum allt þetta prufuferli fyrir nýjan sjónvarpsþátt. Svo var hann kominn í „table read“ og þau lesa öll í gegnum þáttinn og það gengur rosa vel. Svo er sagt við hann eftir á: „Heyrðu við þurfum annan leikara í þetta.“ Þó þú sért komin þetta langt og það eru bara tökur í næstu viku, þá ertu ekki öruggur,“ segir hún.

Hrædd við drauga

Þó að Unnur hafi sjálf leikið í hryllingsmyndum, þá er hún mjög viðkvæm fyrir þeim og forðast sjálf að horfa á slíkar myndir.

„Ég fíla nefnilega ekki hryllingsmyndir. Ég hata, hata, hata hryllingsmyndir. Ég verð svo auðveldlega hrædd. Ég er svo myrkfælin og ég er svo hrædd við drauga. Ég hef aldrei séð draug en ég er skíthrædd um að sjá draug. Ég trúi á drauga en ég vil samt ekki að þeir viti það. Ég vil ekki að draugarnir viti hvað ég er hrædd við þá því þá fara þeir eitthvað að fokka í mér. Ég fæ mjög auðveldlega martraðir og ég er bara þannig að ef ég er að hugsa um eitthvað áður en ég fer að sofa, þá mun mig dreyma það,“ segir Unnur.

Í þættinum ræða þau einnig hvernig COVID hefur haft gríðarleg áhrif á kvikmyndabransann í Bandaríkjunum, hversu góð og mikilvæg myndin Moonlight er, hversu frábær leikstjóri Greta Gerwig er, hversu glatað það er þegar Bandaríkjamenn endurgera myndir frá öðrum löndum, hver staðan er á Britney Spears í dag og margt, margt fleira.

Bíóblaður er á YouTube, Spotify og Apple Podcasts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Í gær

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak