fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Fókus

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að hún missti meðvitund í X Factor

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. desember 2020 12:11

Skjáskot/TikTok/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar áheyrnarprufur eru eftirminnilegri en aðrar. Eins og áheyrnarprufa Zoe Alexander í X Factor, eða áheyrnarprufa Trevi Moran. Það leið yfir Trevi stuttu áður en hún fór á svið og var sýnt frá því í þættinum.

Undanfarið hafa fyrrum keppendur X Factor opnað sig um upplifun sína í þættinum á TikTok. Trevi ákvað að deila sinni reynslu og ástæðunni fyrir því að hún hafi fallið í yfirlið. Hún tók þátt í X Factor árið 2012.

Sjá einnig: Sannleikurinn á bak við áheyrnarprufu og taugaáfall tvífara Pink í X Factor

„Ég hef verið að horfa á mikið af myndböndum um X Factor á TikTok og ég verð að segja mína sögu. Og já ég er kona núna,“ segir Trevi og hlær. Trevi kom út sem transkona fyrir hálfu ári síðan. Hún kom út í myndbandi á YouTube, en þar nýtur hún mikilla vinsælda og er með yfir 1,4 milljón áskrifendur. Hún hefur einnig gefið út nokkrar smáskífur.

„Löng saga stutt. Ég vildi syngja lag eftir Katy Perry en [framleiðendur þáttanna] vildu að ég myndi syngja „Sexy And I Know It“ eftir LMFAO,“ segir Trevi.

@trevimoranI’ve been seeing these Tik tok story times about their experience auditioning for X Factor.. here’s mine ##fyp♬ original sound – Trevi Moran

Trevi segir að fyrr um daginn hafi hún fengið „orkugefandi Jellybeans“.

„En þær voru ekki að virka þannig ég bað mömmu um „5 tíma orku,““ segir hún. En það er svokallað orkuskot sem á að gefa neytandanum orku, í fimm tíma.

„Ég er greinilega viðkvæm fyrir koffín og það fokking leið yfir mig, í sjónvarpi á landsvísu. En ég fór samt á svið og söng „Sexy And I Know It““

Trevi fékk „já“ frá öllum dómurunum og komst áfram í næstu umferð. En hún komst ekki áfram í undanúrslit.

Horfðu á áheyrnarprufuna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu
Fókus
Fyrir 1 viku

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu
Fókus
Fyrir 1 viku

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“