fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sagan á bak við vinsælasta jólalag í heimi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. desember 2020 22:30

Mariah Carey. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn á ný trónir jólalagið All I Want For Christmas Is You á toppi vinsældalista um allan heim. Stórsöngkonan Mariah Carey gaf það út árið 1994 en sagan á bak við lagið er mun sorglegri en þig grunar.

Þann 1. nóvember á hverju ári tilkynnir Mariah Carey á samfélagsmiðlum að „tíminn sé kominn“.

Það fer ekki á milli mála að hún er drottning jólanna, enda höfundur vinsælasta jólalags allra tíma. Hún heldur einnig á hverju ári tryllta jólatónleika, nema í ár, þá færðust tónleikarnir á streymisveituna Apple Music. Íslendingar með aðgang að Netflix geta einnig horft á sérstakan jólaþátt frá henni síðan 2015. Jólin eru svo sannarlega hennar tími.

Lagið kom út árið 1994.

Sagan á bak við lagið

Fyrir 27 árum var Mariah Carey að skríða upp á stjörnuhimininn. Hún hafði gefið út þrjár plötur og átta smáskífur sem höfðu farið í efsta sæti á vinsældalistum í Bandaríkjunum. Þegar útgáfufyrirtæki hennar stakk upp á því að hún gæfi út jólaplötu var hún efins til að byrja með.

„Mér fannst eins og fólk gerði þetta venjulega seinna á ferli sínum, að jólaplata merkti í raun endalok [listamannaferils],“ sagði hún í viðtali við Complex í fyrra.

En þrátt fyrir efasemdirnar ákvað hún að láta tækifærið ekki renna úr greipum sér. Útgáfufyrirtækið vildi að hún myndi syngja ábreiður af vinsælum jólalögum, en Mariah sagðist ætla að semja ný jólalög ásamt meðhöfundi sínum, Walter Afanisieff.

Innblásturinn að plötunni var erfið æska Mariuh. Í ævisögu sinni, The Meaning of Mariah Carey, opnar hún sig um heimilisofbeldi sem hún upplifði. Jólin voru oft erfiður tími og Mariah vildi „semja lög sem myndu gera mig hamingjusama og láta mér líða eins og ég væri elskuð og áhyggjulaus á jólunum“, sagði hún í bókinni.

Mariah Carey. Mynd/Getty

„Þú“ ekki manneskja heldur draumur

Það tók fimmtán mínútur að semja All I Want For Christmas is You.

Mariah var á þessum tíma gift framkvæmdarstjóra Sony, Tommy Mottola. Hún var að skreyta heimili þeirra þegar hún samdi lagið. Með því að gera það taldi hún sig geta fangað kjarnann í því sem hún var að syngja um.

Í ævisögu sinni, The Meaning of Mariah Carey, opnar söngkonan sig um hjónabandið og hversu óhamingjusöm hún var á þessum tíma. Þessi „þú“ sem hún syngur um í All I Want For Christmas is You er ekki Tommy Mattola, heldur er það draumur um annað líf og að flýja óhamingjusamt hjónaband.

Í bókinni lýsir Mariah heimili þeirra sem fangelsi. Hún var vöktuð öllum stundum og mátti ekki yfirgefa heimili þeirra án leyfis Mariah og Tommy skildu árið 1998.

Love, Actually

Það tók tíma fyrir lagið að verða jafn vinsælt og það er í dag. Þegar platan kom út var hún önnur mest selda jólaplatan í Bandaríkjunum sama ár, en lagið All I Want For Christmas Is You naut engrar sérstakrar velgengni. Aðallega vegna þess að lagið var ekki gefið út sem smáskífa, og á þessum tíma komust lög aðeins á vinsældalista ef þau voru gefin út sem smáskífur. Það tók heilan áratug fyrir lagið að komast í topp 30 á Billboard-listanum.

Lagið komst aftur í sviðsljósið árið 2003, þegar það var notað í jólamyndinni Love, Actually.

„Það skemmtilega við þetta er að myndin kom út áður en lagið varð jafn stórt og það er í dag,“ sagði Mariah við Billboard árið 2019.

„Ég er mjög þakklát fyrir að lagið hafi verið í myndinni því ég tel það hafa hjálpað við að koma laginu til enn stærri hóps.“

Að sögn Walters gefur Mariah sjaldan leyfi til að nota lögin sín í kvikmyndum, en hún var hrifin af handritinu og leikurunum, svo hún sagði já. En eins og við vitum þá tekur það tíma fyrir klassík að verða til. Í dag er Love, Actually klassísk jólamynd, en það tók nokkur ár. Í gegnum árin hafa lagið og kvikmyndin hjálpað hvort öðru að spila lykilhlutverk í jólahefðum margra.

Mariah og Justin Bieber sungu lagið saman.

2021 hugsanlega stærsta árið til þessa

Það eru til nokkrar útgáfur af laginu. Árið 2010 gaf Mariah út nýja útgáfu af laginu sem var kallað „Extra Festive“. Ári seinna söng hún lagið með Justin Bieber fyrir plötu hans, Under the Mistletoe. Fjöldi stjarna hefur sungið ábreiður af laginu, eins og Shania Twain, Ariana Grande, Michael Bublé, John Mayer og Miley Cyrus.

Lagið hefur aldrei verið jafn vinsælt og núna. Samkvæmt The New York Times var laginu streymt um 12,6 milljón sinnum í nóvember og desember árið 2014. Árið 2016 hækkaði sú tala í 61 milljón og í fyrra var laginu streymt 185 milljón sinnum. Það bendir allt til þess að sú tala muni hækka í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“