fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fókus

Skjáskot sem virðist sýna páfann „like-a“ aftur fáklædda konu vekur athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. desember 2020 09:14

Var opinber Instagram-aðgangur páfans að líka aftur við djarfa mynd á Instagram, eða er um „feik“ skjáskot að ræða?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá sem er að stjórna Instagram-aðgangi páfans þarf að fara að passa sig.

Það olli fjaðrafoki í nóvember þegar opinber Instagram-aðgangur páfans líkaði mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu, Nataliu Garibotto.

Natalia var klædd í skólabúning og með afturendann beran.

Í samtali við Guardian sagði talsmaður Vatíkansins að það væri óhætt að útiloka að páfinn hafi líkað við myndina og að Vatíkanið ætlaði að rannsaka málið.


Það virðist sem svo að aðgangur páfans hafi líkað við aðra mynd af fáklæddri konu. Í þetta sinn af Margot Foxx, Only Fans-fyrirsætu.

Skjáskot, sem virðist sýna að Instagram-aðgangur páfans hafi líkað við myndina, hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. En það er þó ekki víst hvort þetta sé alvöru eða um photoshop brellu sé að ræða. Vatíkanið hefur ekki tjáð sig um málið.

Margot hefur lokað Instagram-aðgangi sínum. Á OnlyFans síðu hennar kemur fram að hún sé „Forstjóri nefndar stóru brjóstanna“ (e. CEO of the big titty committee).

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég neita að fela andlit mitt“

„Ég neita að fela andlit mitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Azealia Banks gróf upp dauðan kött og eldaði hann – Deildi því með 700 þúsund manns

Azealia Banks gróf upp dauðan kött og eldaði hann – Deildi því með 700 þúsund manns