fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fókus

Tímalína yfir samband Svölu og Kristjáns

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. desember 2020 09:35

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórsöngkonan Svala Björgvinsdóttir er trúlofuð. Unnusti hennar, Kristján Einar Sigurbjörnsson, fór á skeljarnar í gær og opinberuðu þau gleðitíðindin á Instagram.

Við ákváðum að líta yfir samband turtildúfanna sem munu kannski fljótlega ganga í það heilaga.

Svala Björgvinsdóttir 43 ára og hefur verið í sviðsljósinu nánast frá fæðingu, enda faðir hennar einn ástsælasti söngvari landsins. Hver hlustar ekki árlega á jóladúett þeirra „Ég hlakka svo til“, en Svala var aðeins tíu ára þegar lagið kom út.

Kristján Einar er 22 ára sjómaður og faðir frá Húsavík.

Urðu fyrst vinir

Svala og Kristján opinberuðu samband sitt í ágúst síðastliðnum. Það er óhætt að segja að samband þeirra hafi vakið mikla athygli og ræddi DV við Svölu um ástina, aldursmuninn og athyglina.

Hún sagði að þau hefðu kynnst í júlí í gegnum sameiginlega vini og urðu strax góðir vinir.

„Hann er ótrúlega vel vandað eintak og frábær persóna. Hann er ótrúlega mikill húmoristi, skemmtilegur og góð manneskja,“ sagði Svala.

Í sama viðtali viðurkenndi Svala að það væri erfitt að eiga ekkert einkalíf.

„Ég reyni eftir bestu getu að fara leynt með mitt einkalíf en það gengur ekkert allt of vel, sérstaklega þar sem svo mikið af því ratar í fjölmiðla. Ég er samt löngu orðin vön þessu þar sem ég hef verið í sviðsljósinu frá barnæsku og pabbi minn og bróðir minn líka. Mér finnst samt svolítið fyndið að fólk sé að pæla í mínu lífi því það er ekkert svo áhugavert eða áhugaverðara en líf annarra. Ég er bara venjulega manneskja og mér finnst ég ekkert merkilegri en neinn annar. Ég væri stundum til í að vera ekki þekkt svo fólk sé ekki að hafa skoðanir á mér og mínu lífi og hvernig ég á að lifa því. En svona er þetta, fylgifiskur frægðarinnar er bara svona og ég verð víst að lifa með því,“ sagði hún.

Fyrsta stefnumótið

Kristján bauð Svölu og hundinum hennar, Sósu, í fjallgöngu á fyrsta stefnumótinu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)


Fyrsta myndin á Instagram

Svala birti fyrstu myndina af þeim á Instagram í lok ágúst.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Síðan þá hefur parið verið duglegt að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Húsavík

Í byrjun september heimsótti parið fjölskyldu Kristjáns á Húsavík.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Konur eru konum bestar

Svala og Kristján tóku saman þátt í verkefni fyrir Konur eru konum bestar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Ástfangin í vatni

Parið hefur ekki verið feimið að deila því með heiminum að það sé ástfangið upp fyrir haus. Svala deildi þessari mynd og sagði að hún hafi ekki vitað að hann ætlaði að taka mynd af þessu ógleymanlegu augnabliki.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Tattú í stíl

Svala og Kristján fengu sér tattú í stíl, ævinlega merkt hvort öðru.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Kristján tók þetta skrefinu lengra og fékk sér nafn Svölu, ásamt nafni dóttur sinnar.

Skjáskot/Instagram

Trúlofuð

Þá erum við komin til dagsins í dag. Kristján fór á skeljarnar í gær og Svala sagði hiklaust já. Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ástfanginn af uppáhalds vændiskonunni minni“

„Ég er ástfanginn af uppáhalds vændiskonunni minni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar deila hvað þeir keyptu fyrir fermingarpeningana í denn

Íslendingar deila hvað þeir keyptu fyrir fermingarpeningana í denn