fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Kaffibollinn kom upp um framhjáhaldið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. desember 2020 08:43

Danielle Brown.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þökk sér internetinu höfum við heyrt ansi villtar og trylltar sögur af því hvernig fólk hefur komist að framhjáhaldi maka.

Bandaríska móðirin Danielle Brown deilir sinni sögu í myndbandi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli. Kærastinn kom heim með kaffibolla með nafni fyrrverandi kærustu sinnar, en það tíðkast hjá kaffikeðjunni Starbucks að skrifa nafn viðskiptavina á bollana og glösin.

„Fyrrverandi kærasti minn kom heim seint eitt kvöldið og ég spurði hann hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa farið á Starbucks og sýndi mér drykkinn sinn,“ segir hún og bætir við að henni hafi þótt það skrýtið að hann hafi ekki keypt neitt handa henni. En þegar hún fékk sér sopa af drykknum hans skildi hún af hverju.

„Hann fór upp og skildi eftir drykkinn sinn, ég ákvað að fá mér sopa […] Og auðvitað fór þessi auli með fyrrverandi kærustu sinni og kaffibarþjónninn skrifaði nafnið hennar á glasið því hún hefur pantað kaffið þeirra,“ segir hún og birtir mynd af glasinu.

Þar má sjá Starbucks glas og á því stendur „Britney.“

Skjáskot/TikTok

Danielle spurði kærastann hvort hann hafi farið með fyrrverandi kærustu sinni, Brittany, á Starbucks,

„Hann þóttist ekkert vita um hvað ég væri að tala og sagði að nafnið hennar væri stafað öðruvísi en á glasinu. Hann sagði að kaffibarþjónninn hafi skrifað sitt nafn á glasið.“

Danielle trúði ekki þessari furðulegu afsökun og fór frá honum. „En ég byrjaði með honum aftur viku seinna,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana margar tilraunir til að fara loksins frá honum.

„Hann viðurkenndi að lokum fyrir mér að hann hefði haldið framhjá mér með fyrrverandi kærustu sinnu, ásamt mörgum öðrum konum,“ skrifar hún við myndbandið.

@daniell3brownIt only took 100 times for me to leave🤡 ##neveragain##fyp##foryou##storytime##cheater##clown♬ original sound – Mandi Kay Bowles

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“